Innri endur­skoðun leggur til að settar verði skýrar hæfis­reglur um þá sem kosnir eru til stjórnar­starfa í stjórn Sorpu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem birtist í dag vegna fram­kvæmda­kostnaðar við gas-og jarð­að­gerðar­stöð í Álfs­nesi. Þá kemur jafn­framt fram að al­var­legur mis­brestur hafi orðið í upp­lýsinga­gjöf.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá fyrr í kvöld sam­þykkti stjórn Sorpu að af­þakka vinnu­fram­lag Björns H. Hall­dórs­sonar, fram­kvæmda­stjóra fé­lagsins, á meðan mál hans er til skoðunar. Þá sagði stjórnin að hún myndi á næstu mánuðum rýna í efni út­tektarinnar og ekki tjá sig fyrr. Þó sagði Birkir Jón Jóns­son, stjórnar­for­maður Sorpu í sam­tali við Stöð 2 í kvöld að skýrslan væri á­fellis­dómur.

„Al­mennt má segja að það hafi verið mikil frá­vik í á­ætlana­gerð og eftir­liti og yfir­sýn með fram­kvæmdinni og ég held að þessi skýrsla, þó að hún sé vissu­lega á­fellis­dómur, þá séu mikil tæki­færi og á­bendingar sem í henni felast,“ er haft eftir Birki.

Í skýrslunni er meðal annars lagt til að breytingar verði gerðar á stofn­samningi Sorpu sem kveða á um að stjórnar­menn skuli vera aðal­menn í sveitar­stjórn eða fram­kvæmda­stjóri sveitar­fé­lags. Lagðar verði skýrar hæfnis­reglur um þá sem kosnir eru til stjórnar­starfa og tekið mið af því sjónar­miði í stjórn sitji ein­staklingar sem ó­háðir eru eig­endum. Þá er lagt til að kjör­tíma­bil stjórnar verði hið sama og kjör­tíma­bil sveitar­stjórna, eða fjögur ár.

„Sú stað­reynd að stýri­hópur eig­enda­vett­vangs og rýni­hópur stjórnar SORPU reyndust lítt virkir hafði veru­leg á­hrif á mögu­leika þessara aðila til að sinna eftir­lits­hlut­verki sínu. Þá voru fram­vindu­skýrslur fram­kvæmda­stjóra til stjórnar vegna byggingar GAJA ó­mark­vissar og stundum með röngum upp­lýsingum, auk þess sem skýrslu­gjöf hefði átt að vera reglu­bundnari,“ segir í skýrslunni.

Ó­full­nægjandi upp­lýsinga­gjöf og mis­vísandi orða­notkun í skýrslum til stjórnar hafi verið sér­stak­lega ó­heppi­leg þar sem stjórn Sorpu var að meiri­hluta skipuð nýjum full­trúum eftir sveitar­stjórnar­kosningarnar 2018 auk þess sem nýr for­maður hafði ekki áður verið í stjórn.