Fé­lag forn­leifa­fræðinga ætla að leggja til að ný­lega skipaður þjóð­minja­vörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Það kemur fram í yfir­lýsingu frá fé­laginu en þau funduðu með ráð­herra í gær um stöðu Þjóð­minja­safnsins.

Í yfir­lýsingunni segir að þau hafi, fyrir fundinn, vonast eftir heiðar­leika og hug­rekki af hálfu ráð­herra og að þau harmi að hún ætli ekki að leið­rétta vinnu­brögð sin.

„Dapur­legt er að enn hafi ekki komið fram nein mál­efna­leg eða fag­leg rök fyrir því að skipa þjóð­minja­vörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðu­neytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipaninni lýst eins og um til­færslu hvers annars em­bættis­manns væri að ræða – ekki for­stöðu­manns eins höfuð­safna ís­lenskrar menningar,“ segir í yfir­lýsingunni.

Þar kemur fram að nýr starfs­hópur hafi verið stofnaður, með ráðu­neyti og fag­fé­lögum, og að fé­lagið muni á hans vett­vangi leggja til að þjóð­minja­vörður verði aftur færður í sitt fyrra starf og að skipaður verði ráð­gjafa­hópur fag­fólks sem gengið var fram hjá við skipanina til þess að ræða fram­tíðar­stefnu safnsins og hlut­verk þjóð­minja­varðar.

Fé­lagið vonast til þess að ráð­herra taki vel í hug­myndir þeirra.