Innlent

Leggja til að Jón Steinar fyrir­gefi konum í stað þess að skrifa um þær

Stjórnendur lokaða Facebook-hópsins Karlar gera merkilega hluti segja í yfirlýsingu að sum ummæli sem birst hafa í fjölmiðlum um Jón Steinar undanfarna daga hafi við óviðeigandi. Þær leggja þó til að hann fyrirgefi konum í stað þess að hringja í þær eða skrifa um þær í blöðin.

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sóley Tómasdóttir eru allar stjórnendur hópsins Fréttablaðið/Samsett

Stjórnendur lokaða Facebook-hópsins Karlar gera merkilega hluti hafa birt yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings af ummælum sem viðhöfð voru þar um lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Undir yfirlýsinguna skrifa þær Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir.

Í yfirlýsingunni segir að hópurinn sé „fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karlæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar séu um tíu þúsund konur sem í flestum tilfellum geri góðlátlegt grín að fréttaefni þar sem karlmenn eru í aðalhlutverki.

Þar segir að undanfarna daga hafi verið tínd til ummæli í fjölmiðlum sem sum hver hafi við óviðeigandi. Þó ertekið fram að þau hafi þó flest verið látin falla vegna viðtals Jóns Steinars þar sem hann kom Robert Downey til varnar. Downey var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum.

Segir síðan: „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“

Stjórnendur leggja síðan til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal og fyrirgefi þeim konum sem talað hafa um hann á Internetinu í stað þess að hringja í og skrifa um þær í blöðin.

Þá segir að lokum í yfirlýsingunni að stjórnendur muni leggja sig fram hér eftir að stýra hópnum og gæta þess að umræða verði innan siðferðismarka. Fyrirvari er þó settur á það að einstaka ummæli gætu farið fram hjá þeim, líkt og gerðist í tilfelli þeirra ummæla sem birt hafa verið í fjölmiðlum undanfarna dag.

Fréttablaðið/Ernir

Jón Steinar gagnrýndi ummælin í aðsendri grein í Morgunblaðinu

„Mig rak eiginlega í rogastans þegar ég sá þetta. Ég hef reynt að viðhafa þá aðferð í lífinu að horfast í augu við það sem hendir mig og reyna að grafast fyrir um orsakir þess ef fólk beinir að mér skeytum,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. 

Sjá einnig: Kallaður kvikindi og ill­fygli í netheimum

Í greininni gagnrýnir hann harðlega þau ummæli sem um hann hafa fallið á lokuðu vefsvæði á Facebook sem ber heitið Karlar gera merkilega hluti, en þar hefur hann meðal annars verið kallaður illfygli, fáviti og kríp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing