Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í dag fram tillögu um aðgerðaráætlun í loftgæðamálum til að koma í veg fyrir að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Meðal annars er lagt til að frítt verði í strætó á „gráum dögum“ þegar loftmengun fer yfir heilsverndarmörk. 

Þá leggja borgarfulltrúrnir til að skoðaðir verði möguleikar á takmörkunum á þungaflutningum með efni sem veldur svifryksmengun á dögum þar sem loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. 

Loks beinir borgin tilmælum til borgarbúa um að draga úr notkun nagladekkja innan borgarlandins. 

„Lagt er til að borgarstjórn sendi skýr skilaboð um að íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti. Orkuskipti og fararmáti eru lykilatriði til framtíðar. Hér þarf borgin að gera betur þó nú standi yfir tilraunaverkefni,“ segir í tillögu borgarfulltrúanna. 

Borgarstjórn samþykkti hinn 4. september tillögu um markmið að magn svifryks fari ekki yfir heilsuverndarmörk en svifryk hefur ítrekað farið yfir þau mörk á þessu ári í Reykjavík.