Næstu ára­mót verða barna­verndar­nefndir lagðar niður og þrjú um­dæma­ráð taka við. Eitt verður í Reykja­vík, annað fyrir höfuð­borgar­svæðis og svo það þriðja fyrir lands­byggðina. Þetta kemur fram í grein Katrínar Helgu Hall­gríms­dóttur í dag en hún er fram­kvæmda­stjóri barna­verndar í Reykja­vík.

Í grein Katrínar út­skýrir hún að hlut­verk um um­­­dæmis­ráða verði af­­markað við að kveða upp úr­­­skurði um til­­­teknar í­þyngjandi ráð­­stafanir í barna­verndar­­málum og að fyrst og fremst sé um að ræða á­kvarðanir um vistun barna utan heimilis og á­kvarðanir um um­­­gengni kyn­­for­eldra við börn í varan­­legu fóstri.

„Þetta úr­­­skurðar­vald hefur hingað til verið á hendi barna­verndar­­nefnda,“ segir Katrín Helga.

Hún segir að um­dæmis­ráðin verða sjálf­stæðar stjórn­­sýslu­einingar á sveitar­­stjórnar­­stigi, að­­skildar frá starf­­semi barna­verndar­­þjónustu, sem fer með alla vinnslu barna­verndar­­mála frá degi til dags.

„Í dag eru þeir starfs­­menn sem sinna barna­verndar­­málum frá degi til dags starfs­­menn barna­verndar­­nefnda. Um ára­­mót verður því for­m­­legur að­skilnaður milli starfs­manna barna­verndar og þeirra sem sjá um að kveða upp úr­­­skurði í barna­verndar­­málum,“ segir Katrín.

Þrír fagaðilar í hverju ráði

Hvað varðar skipan um­dæmis­ráðanna verður hvert ráð skipað þremur aðilum: Lög­­fræðingi sem er for­­maður, fé­lags­ráð­gjafa og sál­­fræðingi.

„Í barna­verndar­lögum eru gerðar ríkar kröfur um fag­þekkingu og hæfni þessara aðila. Sveitar­­fé­lögum er falið að koma á fót um­­­dæmis­ráðum og stefnir allt í að um ára­­mót verði starfandi þrjú um­­­dæmis­ráð á landinu. Eitt um­­­dæmis­ráð í Reykja­­vík, annað fyrir höfuð­­borgar­­svæðið utan Reykja­víkur og þriðja sem verði sam­eigin­­legt um­­­dæmis­ráð lands­byggðarinnar,“ segir Katrín Helga og að það verði allra þyngstu mál barna­verndar sem muni rata fyrir þessi ráð og að þau þurfi því að hafa burði til að leysa málin bæði skjótt og vand­lega.

„Það er von okkar allra sem störfum að barna­verndar­­málum að til­­koma um­­­dæmis­ráða verði til þess fallin að auka traust til barna­verndar­­starfs í landinu. Barna­vernd fer með mikið vald og það eru sjálf­­sögð réttindi, bæði for­eldra og barna, að fá endur­­­skoðun fag­­legs og sjálf­­stæðs stjórn­valds á þeim á­­kvörðunum sem þar eru teknar,“ segir Katrín Helga að lokum í greininni.

Breytingin er hluti af víð­tækum breytingum á barna­verndar­kerfinu sem Ás­mundur Einar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, hefur unnið að síðustu ár.