Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun um að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakkann, svokallaða. Í tillögunni felst að heimila Alþing að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku pakkans í EES-samninginn.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. „Tillagan inniheldur fyrirvara um að áður en grunnvirki verði reist sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði lagagrundvöllur gerðanna endurskoðaður og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.“

Fram kemur að þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri séu innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Þá þarf jafnframt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort reglurnar standist stjórnarskrá.“ Gildi pakkans hefur einga þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn sé raforkustrengurinn.

Á vefnum segir líka að fræðimenn séu sammála um að sú leið sem lögð er til við innleiðingu sé í samræmi við stjórnarskrá. Áréttað er að ákvörðun um raforkustrengi milli Íslands og Evrópu sé í höndum Íslendinga. „

„Um er að ræða orkupakka á íslenskum forsendum. Hann er tekinn upp í íslenskan rétt á þeirri forsendu að Ísland er ekki tengt við raforkumarkað ESB.“

Hér má lesa mikla umfjöllun um málið á vef Stjórnarráðsins.