Innlent

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

​Sjö þing­menn Sjálf­stæðis­flokksins hafa lagt fram frum­varp um breytingar á barna­verndar­lögum. Breytingarnar fela í sér að tálmun eða tak­mörkun á um­gengni við börn verði refsi­verð.

Brynjar Níelsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Fréttablaðið/Vilhelm

Sjö þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins hafa lagt fram frum­­varp um breyt­ing­ar á barn­a­v­ernd­ar­l­ög­um. Breyt­ing­arn­ar fela í sér að tálm­un eða tak­­mörk­un á um­­­gengn­i við börn verð­i refs­i­v­erð.

Er því ætlað með frum­varpinu að festa í lög að tálmun um­gengni varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum, en slík brot sæti að­eins opin­berri rann­sókn að undan­genginni kæru barna­verndar­yfir­valda til lög­reglu. 

Sambærilegt frumvarp var einnig lagt fram á 146. lög­gjafar­þingi, 2016-2017, en þá voru flutnings­menn þess úr Sjálf­stæðis­flokknum, Bjartri fram­tíð og Fram­sóknar­flokknum. Fyrsti flutnings­maður frum­varpsins er Brynjar Níels­son. Auk þess flytja Ás­mundur Frið­riks­son, Bryn­dís Haralds­dóttir, Jón Gunnars­son, Njáll Trausti Frið­berts­son, Óli Björn Kára­son og Páll Magnús­son frumvarpið.

Í frum­varpinu er einnig kveðið á um að gildis­svið um tálmun verði víkkað. Þannig verði það ekki lengur eins­korðað við þær að­stæður þegar lög­heimilis­for­eldri tálmar eða tak­markar um­gengni heldur nær það jafn­framt yfir tálmun eða tak­mörkun um­gengni af hálfu um­gengnis­for­eldris. 

Þá er vitnað í barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að börn eigi rétt til að hitta báða for­eldra sína og að slíkt skiptu veru­legu máli fyrir vel­ferð þeirra. Það sé því and­leg van­ræksla fái þau ekki að njóta þess réttar.

Frumvarpið má lesa í heild á vef Alþingis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mikilvægt að við­mið jóla­sveina um hver sé „góður“ séu skýr

Innlent

Stjórn Sam­fylkingarinnar fundar síð­degis

Innlent

Aldrei góð hug­mynd að gefa dýr í jóla­gjöf

Auglýsing

Nýjast

Minnkun bílasölu í Kína ekki meiri í 7 ár

Snýr Toyota MR2 aftur með hjálp Subaru?

Al­var­legt mál ef að starfi nefndar „er tor­veldað“

Svar­leysið sendi vond skila­boð til sam­fé­lagsins

Árásarmaðurinn í Strassborg enn á flótta

Fundi frestað því hvorki náðist í Gunnar Braga né Sig­­mund

Auglýsing