Þing­menn Pírata hafa lagt fram frum­varp um lækkun há­marks­öku­hraða í þétt­býli. Megin­til­laga frum­varpsins er að há­marks­hraði í þétt­býli verði 30 kíló­metrar á klukku­stund, en sveitar­stjórn verði þó heimilt að á­kveða hærri hraða­mörk ef að­stæður leyfa.

Þetta er í þriðja skiptið sem frum­varpið er lagt fram, en það var einnig lagt fram á síðasta og þar­síðasta þingi af Pírötum.

„Með því verður stigið mikil­vægt skref í átt að öruggara um­hverfi fyrir fólk og því að á­kvarðanir um helstu þætti sam­gangna í þétt­býli verði í höndum þeirra stjórn­valda sem standa í­búum næst, en nú hefur Vega­gerðin yfir­um­sjón með þjóð­vegum í þétt­býli,“ segir í greinar­gerð sem fylgir frum­varpinu.

Þar kemur fram að með því að hægja á um­ferð megi ekki einungis skapa öruggara um­hverfi og draga úr slysum á gangandi og hjólandi veg­far­endum, heldur styður sú þróun einnig við mark­mið í um­hverfis og lofts­lags­málum.

Víða hefur há­marks­hraði í Reykja­víkur­borg verið lækkaður en í sex­tíu prósent í­búðar­gatna í borginni er há­marks­hraði 30 kíló­metrar á klukku­stund eða lægri.

„Hraðari bíla­um­ferð í þétt­býli fylgja margs konar vanda­mál, ekki síst varðandi öryggi ó­varinna veg­far­enda á þeim fjöl­mörgu svæðum sem fyrst og fremst hafa verið hönnuð með bíla­um­ferð í huga.“

Þá segir einnig að með lægri öku­hraða fylgir minni mengun og aukið svig­rúm fyrir gangandi og hjólandi veg­far­endur, sem auð­veldar fólki að velja sér um­hverfis­vænni sam­göngu­máta en einka­bílinn.

„Það er mat flutnings­manna að sú lækkun al­menns há­marks­hraða sem lögð er til í frum­varpi þessu sé ekki að­eins þörf og tíma­bær, heldur jafn­framt í fullu sam­ræmi við yfir­lýst mark­mið stjórn­valda varðandi um­ferðar­öryggi,“ segir í greinar­gerðinni.