Í til­efni af sjö ára af­mæli þjóðar­at­kvæða­greiðslunnar um nýja stjórnar­skrá leggja Píratar og Sam­fylkingin fram frum­varp að nýrri stjórnar­skrá sem byggir á vinnu stjórn­laga­ráðsins og vinnu Al­þingis í kjöl­farið. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flokkunum og verður frum­varpið lagt fram á þing­fundi á næstunni. For­maður Stjórnar­skrár­fé­lagsins segir stríðið ekki tapað.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá eru í dag sjö ár frá því að kosið var um nýja stjórnar­skrá. Sagði Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, meðal annars í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í gær að stjórn­völd hefðu svikið þjóðina í sjö ár vegna málsins.

Í til­kynningu flokkanna kemur fram að með frum­varpinu sé lagt til að haldin verði á­fram vinnu við setningu nýrrar stjórnar­skrá þar sem frá var horfið árið 2013.

Segir að þjóðar­at­kvæða­greiðslan sem fram fór þann 20. októ­ber 2012 sýni að rúm­lega tveir þriðju kjós­enda hafi viljað að til­lögur stjórn­laga­ráðs skyldu lagðar til grund­vallar nýrri stjórnar­skrá. Al­þingi hafi enn ekki lög­fest stjórnar­skrána, þrátt fyrir að hafa haft til þess 2556 daga.

Tekið er fram í til­kynningunni að þjóðin sé stjórnar­skrár­gjafinn, þing­menn og leið­togar þjóðarinnar eigi að virða á­kvörðun þeirra sem valdið hafa til þess að setja þeim leik­reglurnar. Það sé skylda kjörinna ful­trúa að leiða nýja stjórna­skrá í lög.

Full­trúar Sam­fylkingarinnar og Pírata í for­manna­nefnd for­sætis­ráð­herra um endur­skoðun stjórnar­skrárinnar hafi þar nýtt sína aðild til að halda uppi frum­varpi stjórn­laga­ráðs. Þeir muni leggja sitt af mörkum á vett­vangi þingsins og færa öðrum flokkum þannig tæki­færi til að standa við gefin lof­orð og leiða vilja þjóðarinnar í lög.

Ekki tapað stríð

Í Silfrinu á RÚV í dag segir Katrín Odds­dóttir, for­maður Stjórnar­skrár­fé­lagsins, að bar­áttu fé­lagsins fyrir nýrri stjórnar­skrá sé hvergi nærri lokið.

„Þetta er ekki tapað stríð,“ segir Katrín sem líkir bar­áttunni við gufu­skipi sem þurfi að snúa. „Ég held að stóra vanda­málið sé að í þinginu sé svo mikið af fólki sem áttar sig ekki á því að það er þjóðin sem er stjórnar­skrár­gjafinn.“

Hún segist jafn­framt binda litlar vonir við stjórnar­skrár­nefnd. Ekki væri hægt að líta á til­lögur stjórn­laga­ráðs eins og eins­konar hlað­borð þar sem hægt væri að velja og hafna til­lögum.

„Þetta virkar ekki svona. Stjórnar­skrá er heildar­plagg. Hérna eru alls konar hlutir sem eru búnir að stilla sig saman gagn­vart hvoru öðrum. Hvernig virkar þetta saman, að­farar­orðin og annað. Það er ekki hægt að taka eitt og eitt út. Allir þessir þræðir eru ofnir saman.“