Stað­fest hefur verið að utan­ríkis­ráð­herrar Banda­ríkjanna og Rúss­lands, þeir Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, töluðu að sögn miðilsins Reu­ters, saman í síma og sam­þykktu báðir að hittast í Reykja­vík þann 20. maí. Þeir verða báðir hér á landi til að taka þátt í fundi aðildar­­ríkja Norður­­skauts­ráðsins sem fram fer í Reykja­­vík dagana 19. og 20. maí. Ís­land læt­­ur þá af for­­mennsk­­u sinn­­i í ráð­­in­­u og taka Rúss­­ar við kefl­­in­­u.

Sam­skipti Banda­ríkjanna og Rússa hafa verið stirð upp á síð­kastið vegna Úkraínu­deilunnar. Hafa ríkin meðal annars beitt hvort annað þvingunum og hafa þau jafn­framt rekið erind­reka hvors annars úr landi.

Áður hefur Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra Ís­lands, sagst vilja beita sér fyrir því að koma á sam­tali milli stór­veldanna tveggja.

Reykjavíkurborg hefur boðið fram Höfða fyrir fundinn en þar funduðu þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Reagan árið 1986.

Guðlaugur Þór fagnaði þessum fréttum á samfélagsmiðli sínum í kvöld og sagði að um góð tíðindi væri að ræða.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 18:51.

Það eru góð tíðindi að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands fundi í Reykjavík.

Posted by Guðlaugur Þór Þórðarson on Wednesday, 12 May 2021