Breskur karl­maður er laus við HIV-veiruna eftir að hafa gengist undir stofn­frumu­með­ferð. Um er að ræða annað skiptið í sögunni þar sem veiran fer í rénun hjá ein­stak­lingi sem þjáist af henni. 

Maðurinn greindist með veiruna árið 2003 en hún hefur nú verið í sóttar­hléi undan­farna á­tján mánuði. Læknar segja þó að full­snemmt sé að segja til um hvort hann hafi „læknast“ af HIV. Að­ferðin sem notuð var geti þó hjálpað til í leitinni að lækningunni við HIV.

Auk veirunnar greindist maðurinn með Hodkins-eitla­krabba­mein árið 2012 sem varð til þess að hann þurfti að gangast undir krabba­meins­með­ferð auk stofn­frumu­með­ferð. Undan­farna á­tján mánuði hafi hann verið í sóttar­hléi frá veirunni. 

Vísinda­menn frá Uni­versity College London, Imperial College London, Cam­brid­ge og Ox­ford-há­skóla tóku allir þátt í rann­sóknum á manninum og hafa nú skrifað grein um málið í tímaritið Nature. Læknar segja að með­ferðin sem maðurinn gekk undir sé hins vegar ekki raun­hæf fyrir flest fólk sem smitast af HIV. 

Fyrir tíu árum fékk Ti­mot­hy Brown, íbúi í Ber­lín, bein­merg úr sjúk­lingi sem ó­næmur var fyrir veirunni. Varð það til þess að sjúk­dómurinn fór í sóttar­hlé og hefur verið talað um hann sem fyrsta manninn til að „sigrast“ á HIV.

Frétt BBC um málið.