Marokkóskur maður sem hefur verið í haldi í einu al­ræmdasta fangelsi Banda­ríkjanna í hátt í tvo ára­tugi var frelsaður í gær. Rúm­lega fimm ár eru liðinn frá því á­kveðið var að leysa hann úr haldi.

Banda­rísk stjórn­völd lögðu hald á Abdul Latif Nasser í Af­g­hanistan og héldu því fram að hann væri með­limur í Talí­baninu og að hann hafi verið þjálfaður af al-Qa­eda. Engar á­kærur voru lagðar á hans hendur.

Árið 2016 var á­kveðið að hann skyldi vera leystur úr haldi. Það gerðist þó ekki um leið vegna kerfis­mis­taka og eftir að Trump tók við for­sætis­em­bættinu var á­kveðið að ekki skyldi sleppa fleiri föngum. Hann fékk því að dúsa í fimm ár í við­bót áður en honum var sleppt af stjórn Biden.

Abdul Latif Nasser í haldi í Guantanamo
Skjáskot/ABC

Nasser er fyrsti fanginn sem er leystur úr Guantana­mo síðan árið 2016. 39 eru enn í haldi í fangelsinu og tíu af þeim hafa þegar fengið grænt ljós um að sleppa út. Að­eins tveir hafa verið dæmdir fyrir glæp.

Nasser er núna kominn heim til fjöl­skyldunnar sinnar í Marokkó og segir í sam­tali við frétta­stofu ABC að hamingja hans fái ekki orðum lýst. „Ég var endur­fæddur ní­tjánda júlí. Af­mælið mitt er ekki lengur fjórði mars, ég fæddist í gær, ní­tjánda júlí.