Mánaðarlaun borgarfulltrúa voru hækkuð um áramótin, í samræmi við þróun launavísitölu. Þannig fóru launin úr 726.748 krónum í 742.357 krónur.

Þetta kemur fram í bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar. 

„Í samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa kemur fram að borgarfulltrúar þiggja föst laun fyrir störf sín hjá Reykjavíkurborg samkvæmt samþykkt borgarstjórnar 4. apríl 2017.Þetta eru grunnlaun borgarfulltrúa og uppfærast í janúar og júlí ár hvert miðað við þróun launavísitölu. Í grunnlaununum felast að fullu greiðslur fyrir setu í nefndum og ráðum borgarinnar, þ.m.t. formennsku í öðrum nefndum en fastanefndum, innkomur sem varamenn og setur sem áheyrnarfulltrúar," segir í bréfinu. 

Þannig verða grunnlaun 742 þúsund krónur auk þess sem starfskostnaður hækkar úr 52.486 krónum í 53.613 krónur.