Innlent

Laun borgar­full­trúa hækkuð

Grunn­laun borgar­full­trúa voru hækkuð í árs­byrjun, í sam­ræmi við þróun launa­vísi­tölu. Grunn­laun fara úr 726.748 krónum í 742.357 krónur.

Borgarstjórn Reykjavíkur.

Mánaðarlaun borgarfulltrúa voru hækkuð um áramótin, í samræmi við þróun launavísitölu. Þannig fóru launin úr 726.748 krónum í 742.357 krónur.

Þetta kemur fram í bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar. 

„Í samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa kemur fram að borgarfulltrúar þiggja föst laun fyrir störf sín hjá Reykjavíkurborg samkvæmt samþykkt borgarstjórnar 4. apríl 2017.Þetta eru grunnlaun borgarfulltrúa og uppfærast í janúar og júlí ár hvert miðað við þróun launavísitölu. Í grunnlaununum felast að fullu greiðslur fyrir setu í nefndum og ráðum borgarinnar, þ.m.t. formennsku í öðrum nefndum en fastanefndum, innkomur sem varamenn og setur sem áheyrnarfulltrúar," segir í bréfinu. 

Þannig verða grunnlaun 742 þúsund krónur auk þess sem starfskostnaður hækkar úr 52.486 krónum í 53.613 krónur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Geimvísindi

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Útlendingamál

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Auglýsing

Nýjast

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Samið við 23 sveitar­fé­lög um styrki til ljós­leiðara­væðingar

Tjónið mikið en ekkert mál að þrífa klósettin

Auglýsing