Innlent

Laun bankastjóra Íslandsbanka lækkuð í fyrra

Laun bankastjóra Íslandsbanka voru lækkuð um 14,1 prósent í fyrra. Þau verða, samkvæmt tilkynningu frá bankanum, ekki hækkuð í ár.

Birna Einarsdóttir hefur verið bankastjóri Íslandsbanka frá því árið 2008 Fréttablaðið/Ernir

Laun bankastjóra Íslandsbanka voru lækkuð á síðasta ári um 600 þúsund krónur á mánuði. Í tilkynningu frá Íslandsbanka vegna umræðu síðastliðinna daga um launahækkun bankastjóra Landsbankans kemur fram að í nóvember á síðast ári var tekin ákvörðun, að frumkvæði bankastjóra Íslandsbanka, að lækka laun hans um 14,1 prósent. Sú ákvörðun var samþykkt af stjórn bankans.

Þar kemur einnig fram að heildarlaun bankastjóra Íslandsbanka hafa síðustu tvö ár hækkað um 4,6 prósent á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 13,2 prósent.

Segir að lokum að ákvörðun um að lækka laun hafi verið „tekin í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem standa yfir.“

Þar segir enn fremur að laun banka- og framkvæmdastjóra Íslandsbanka muni ekki hækka í ár, né taka samningsbundnum hækkunum ef til þeirra kemur.  

Samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslandsbanka, var Birna með fyrir lækkun launanna 4,8 milljónir í mánaðarlaun og er því núna með 4,2 milljónir. Hún er því með hærri laun en Lilja Björk er með sem bankastjóri Landsbankans. 

Starfsaldur Birnu er þó nokkuð meiri en starfsaldur Lilju. Birna hefur verið bankastjóri Íslandsbanka frá því árið 2008 en Lilja var ráðin bankastjóri Landsbankans árið 2017. 

Laun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund

Greint var frá því í Fréttablaðinu um helgina að þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau verið hækkuð um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. 

Bankaráð Landsbankans sagði í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld að hækkunin hafi verið í samræmi við stefnu bankans og að lengi hafi legið ljóst að þyrfti að hækka launin. Kjör bankastjórans hafi verið talsverð lægri en hjá stjórnendum sambærilegra fyrirtækja.

Sjá einnig: Launa­hækkun í sam­ræmi við stefnu bankans

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing