Kjaramál

Laun Ármanns fram úr hófi

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, í tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í gær af launahækkunum kjörinna fulltrúa í bænum.

Eins og blaðið greindi frá í gær hækkuðu laun bæjarstjórans, Ármanns Kr. Ólafssonar, um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017, eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði.

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti í febrúar í fyrra að hafna 44 prósenta hækkun kjararáðs og tengja laun kjörinna fulltrúa við þingfararkaup.

Sú ákvörðun færði bæjarfulltrúum þrátt fyrir það 30 prósentum hærri laun milli ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund

Kjaramál

Meðal­hækkun var 16,5 prósent

Kjaramál

Segja of seint í rassinn gripið

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Kjara­samningur við grunn­skóla­kennara í höfn

Kosningar 2018

Róandi að fylgjast með þyrlum LHG

Verkalýðshreyfingin

Segir van­traustið lagt fram á röngum for­sendum

Innlent

Kannanir sýna ólíkar niðurstöður í borgarstjórn

Innlent

Undir­rita yfir­lýsingu um lofts­lags­mark­mið stofnana

Innlent

Rennblautur kosningadagur í vændum

Auglýsing