Eleanor Williams, 22 ára kona frá Bretlandi, hefur fundist sek um að hafa logið til um nauðgun og mansal á sér. Fyrir það hefur hún verið dæmd í átta og hálfs árs fangelsi.
Málið hennar vakti mikla athygli í maí 2020 þegar hún deildi myndum á Facebook af sjálfri sér þar sem hún var þakin marblettum, með glóðarauga og búið að skera í puttana hennar. Eleanor sagðist hafa verið barin og þvinguð í kynlífs partý af vondum en snjöllum asískum mönnum, aðallega Pakistönum.
Eleanor laug til um að hópur af asískum karlmönnum hefði brotið á sér. Dómarinn í málinu sagði ásakanirnar vera algjöran uppspuna og gagnrýndi Eleanor fyrir að sína enga iðrun.

Ásakanirnar vöktu heims athygli og fór af stað herferð með yfirskriftinni „Justice for Ellie“ með yfir hundrað þúsund meðlimum á Facebook. Hægt var að versla varning með fjólubláum fíl til stuðningar málsins og voru mótmæli víða um Bretland þar sem lögreglan var sögð halda einhverjum upplýsingum leyndum.
Eleanor heldur fram sakleysi sínu. Hún skrifar í Facebook færslu „ég skil að það er ykkar starf að trúa úrskurði kviðdóms og það er allt í lagi. Ég veit ég hef gert mistök og mér þykir það leitt. Ég veit að það er engin afsökun en ég var ung og ringluð.“ The Guardian fjallar nánar um málið.