Elea­nor Willi­ams, 22 ára kona frá Bret­landi, hefur fundist sek um að hafa logið til um nauðgun og man­sal á sér. Fyrir það hefur hún verið dæmd í átta og hálfs árs fangelsi.

Málið hennar vakti mikla at­hygli í maí 2020 þegar hún deildi myndum á Face­book af sjálfri sér þar sem hún var þakin mar­blettum, með glóðar­auga og búið að skera í puttana hennar. Elea­nor sagðist hafa verið barin og þvinguð í kyn­lífs partý af vondum en snjöllum asískum mönnum, aðal­lega Pakistönum.

Elea­nor laug til um að hópur af asískum karl­mönnum hefði brotið á sér. Dómarinn í málinu sagði á­sakanirnar vera al­gjöran upp­spuna og gagn­rýndi Elea­nor fyrir að sína enga iðrun.

Fjólublái fíllinn sást víða í Bretlandi þegar mótmælin stóðu yfir fyrir „Justice for Elli­e.“
Mynd/The Guardian

Á­sakanirnar vöktu heims at­hygli og fór af stað her­ferð með yfir­skriftinni „Justice for Elli­e“ með yfir hundrað þúsund með­limum á Face­book. Hægt var að versla varning með fjólu­bláum fíl til stuðningar málsins og voru mót­mæli víða um Bret­land þar sem lög­reglan var sögð halda ein­hverjum upp­lýsingum leyndum.

Elea­nor heldur fram sak­leysi sínu. Hún skrifar í Face­book færslu „ég skil að það er ykkar starf að trúa úr­skurði kvið­dóms og það er allt í lagi. Ég veit ég hef gert mis­tök og mér þykir það leitt. Ég veit að það er engin af­sökun en ég var ung og ringluð.“ The Guardian fjallar nánar um málið.