Bandaríska módelið Jeff Thomas er látinn, aðeins 35 ára að aldri. Talið er að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. TMZ greinir frá þessu.

Lögreglu barst símtal þann 8. mars vegna andlátsins, en Thomas virðist hafa stokkið fram af svölunum á heimili sínu í Miami. Lögreglan er þó enn með málið til rannsóknar og beðið er eftir niðurstöðu krufningar.

Thomas var vinsæll á samfélagsmiðlum og var með yfir 120 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann birti mynd af sér sama dag og hann lést þar sem hann talaði um mikilvægi þess að rækta geðheilsuna sína.

Gerald Frankowksi, umboðsmaður Thomas skrifaði að það hafi verið heiður að vinna með honum.

„Þú gerðir allt sem þú þurftir að gera til þess að ná langt í bransanum.“

Ef þú eða einhver sem þú þekkir glímir við sjálfs­víg­hugsanir ráð­leggjum við þér að ræða málin við sér­þjálfaða ráð­gjafa Rauða krossins í hjálpar­símanum, 1717, eða á net­spjalli Rauða krossins.

Einnig reka Píeta samtökin gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.

Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.

Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendum við á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð. 551-4141 og hjá Pieta samtökunum s. 552-2218.