Kel­ly­anne Conway, einn helsti ráð­gjafi Donald Trumps Banda­ríkja­for­seta, til­kynnti í gær að hún kæmi til með að láta af störfum í Hvíta húsinu fyrir mánaðar­mót til að ein­beita sér að fjöl­skyldunni en Conway hefur starfað hvað lengst með for­setanum. Ó­víst er hvort hún tali á lands­fundi Repúblikana sem fer fram síðar í dag.

Eigin­maður hennar, Geor­ge Conway, til­kynnti á Twitter nokkrum mínútum áður en Kel­ly­anne til­kynnti af­sögn sína að hann kæmi til með að draga sig úr Lincoln verk­efninu svo­kallaða, sem var stofnað af hópi Repúblikana sem voru á móti Trump, til að sinna fjöl­skyldunni. Geor­ge hefur verið mjög gagn­rýninn í garð Trump frá því að hann tók við em­bætti 2016.

Hennar eigin ákvörðun

Ó­víst er hvort Kellyanne tali á lands­fundi Repúblikana sem fer fram síðar í dag en dóttir hennar greindi frá því á Twitter að hún hafi verið miður sín vegna málsins. Þrátt fyrir gagnrýni fjölskyldunnar segir Kellyanne að hún hafi sjálf ákveðið að láta af störfum.

Að sögn Kel­ly­anne eru hún og Geor­ge ó­sam­mála um margt en þau eru sam­mála um að börnin þeirra skipti mestu máli, þau. Þá greindi hún frá því að börnin þeirra væru að hefja nýtt náms­ár en vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins þurfi þau að veita börnunum meiri at­hygli og að­hald þar sem námið fer mest­megnis fram á netinu.

Segir starf móður sinnar hafa eyðilagt líf sitt

Claudia Conway, fimm­tán ára dóttir Kel­ly­anne og Geor­ge, hefur líkt og faðir sinn gagn­rýnt Trump harð­lega en hún hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún tjáir sig um fjöl­skyldu sína og stjórn­mála­skoðanir þeirra. Þá greindi hún frá því á Twitter í gær að hún muni form­lega sækjast eftir því að losna undan stjórn for­eldra sinna.

„Starf móður minnar hefur eyði­lagt líf mitt til að byrja með. Sorg­legt að hún haldi á­fram að fylgja þessari leið eftir fleiri ár af því að fylgjast með börnum hennar þjást. Eigin­gjarnt. Þetta snýst allt um peninga og frægð,“ sagði Claudia meðal annars en hún til­kynnti að hún kæmi til með að taka pásu á sam­fé­lags­miðlum til að ein­beita sér að and­legri heilsu sinni.