Skóla­yfir­völd í Borgar­holts­skóla vilja ekki leyfa nem­endum að halda laserta­gmót innan skólans. Að sögn Ástu Lauf­eyjar Aðal­steins­dóttur, skóla­meistara, hafa skóla­yfir­völd ekkert á móti því að nem­endur haldi laserta­gmót utan skóla þótt þau hafi ekki veitt leyfi fyrir mótinu innan skólans.

„Það má alveg vera laserta­gmót hvar sem er, bara ekki inn á göngum skólans,“ segir Ásta Lauf­ey

Jón Bjarni Snorra­son, for­maður nem­enda­fé­lags Borgar­holts­skóla, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að skóla­yfir­völd hefðu á­kveðið að banna laserta­gmótið vegna þess að það minnti ó­þægi­lega mikið á hryðju­verka­á­rásir sem framdar hafa verið í skólum í Banda­ríkjunum.

Ásta Lauf­ey þver­tekur fyrir þetta og segir málið að­eins snúast um það að skóla­yfir­völd vilji ekki halda lasertag á göngum skólans. Þá segist hún ekkert hafa á móti leiknum í sjálfu sér.

„Lasertag er bara í barna­af­mælum frá því að börn eru sjö ára eða eitt­hvað, þannig ég er ekki að hafa á­hyggjur af því,“ segir hún.

Börn keppa í lasertag í Smáralind.
Fréttablaðið/Daníel

Ekki jafn mikill á­hugi hjá ung­lingum

Að sögn Snorra Helga­sonar hjá Skemmti­garðinum í Grafarvogi hafa þeir sett upp laserta­gmót innan mennta­skóla í fjölda ára. Hann segir þó eftir­spurnina eftir slíku hóp­efli hafa dvínað nokkuð hjá þeim aldurs­hópi undan­farið.

„Það skiptir svo sem ekki máli hvort það er lasertag eða eitt­hvað annað, á­huginn hjá mennta­skóla­krökkum hefur bara minnkað rosa­lega í svona af­þreyingu,“ segir Snorri.

Að­spurður um hvort að Co­vid hafi spilað þar inn segir Snorri að þessi þróun hafi byrjað löngu fyrir far­aldurinn.

„Þetta er svona meira bara að þegar hver einasti ung­lingur er kominn með TikTok og allt dótið sitt í símann þá er ekki eins spennandi að fara út að leika sér eins og það var hérna á árum áður.“

Snorri kannast ekki við það að skóla­stjórn­endum eða for­eldrum hafi þótt lasertag ó­við­eig­andi eða sett sig upp á móti því vegna hug­renninga­tengsla við of­beldi og hryðju­verk. Hann segist þó skilja sjónar­miðið að ein­hverju leyti.

„Það er ekkert rosa­lega já­kvætt að fara inn með lasertag á sama tíma og það er í fréttum að það sé ein­hver skot­á­rás í skólum. Þó þetta sé al­gjör­lega tvennt ó­líkt, að fara í lasertag sem er náttúr­lega bara af­þreying út um allan heim sem sex ára börn leika sér í. En fólk er náttúr­lega bara mis­jafnt og horfir á hlutina á mis­munandi vegu,“ segir hann.

Fréttin var uppfærð 3. nóvember 2021 kl. 10:48.