Armin Laschet, leið­toga Kristi­legra demó­krata í Þýska­landi, CDU, verður fram­bjóðandi flokksins til kanslara Þýska­lands en Angela Merkel, sem hefur verið kanslari frá árinu 2005 og var áður leið­togi CDU, mun láta af em­bætti eftir kosningarnar þann 26. septem­ber næst­komandi.

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hlaut Laschet stuðning 77,5 prósent með­lima fram­kvæmda­stjórnar flokksins en hann fór upp á móti Markus Söder, leið­toga systur­flokks Kristi­legra demó­krata, CSU. Söder hlaut stuðning 22,5 prósent stjórnarinnar.

Náinn samstarfsmaður Merkel

Hinn sex­tugi Laschet tók við sem for­maður CDU í janúar en hann hefur starfað náið með Merkel í gegnum tíðina og því talinn væn­legur eftir­maður hennar. Það er þó ekki víst að Laschet verði kjörinn en vin­sældir CDU hafa farið dvínandi síðast­liðna mánuði.

Laschet mun fara upp á móti fjár­mála­ráð­herranum og varakanslara Þýska­lands Olaf Scholz, sem er í fram­boði fyrir Jafnaðar­menn, og Anna­lena Baer­bock, sem er í fram­boði fyrir Græningja en þetta er í fyrsta sinn sem Græningjar eru með fram­bjóðanda til kanslara.