Sjónvarpsmaðurinn Larry King er látinn 87 ára að aldri. Andlátið var gert opinbert á twitter reikningi Larry King rétt í þessu en hann lést á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles.
Larry King starfaði í útvarpi og sjónvarpi í 63 ár í Bandaríkjunum. Hann var þekktur fyrir hnitmiðaðar spurningar og hlaut fjölda verðlauna fyrir störf sín.
Á þessari stundu eru dánarorsök óvituð en samkvæmt fréttaflutningi CNN var King að glíma við COVID-19. King hefur áður glímt við ýmis heilsuvandræði í gegnum árin en hann fékk hjartaáfall 1987. Árið 2017 var greint frá því að King væri með lungnakrabba.
— Larry King (@kingsthings) January 23, 2021