Sjón­varps­maðurinn Larry King er látinn 87 ára að aldri. And­látið var gert opin­bert á twitter reikningi Larry King­ rétt í þessu en hann lést á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles.

Larry King starfaði í út­varpi og sjón­varpi í 63 ár í Banda­ríkjunum. Hann var þekktur fyrir hnitmiðaðar spurningar og hlaut fjölda verðlauna fyrir störf sín.

Á þessari stundu eru dánar­or­sök ó­vituð en sam­kvæmt frétta­flutningi CNN var King að glíma við COVID-19. King hefur áður glímt við ýmis heilsu­vand­ræði í gegnum árin en hann fékk hjarta­á­fall 1987. Árið 2017 var greint frá því að King væri með lungna­krabba.