Em­bætti land­læknis hefur tekið saman ráð­leggingar til for­eldra lang­veikra barna og ung­menna vegna kóróna­veirunnar. Börnum með al­var­lega sjúk­dóma er ráð­lagt að vera heima næstu vikurnar og sækja hvorki dag­vist né skóla.


Eins og fram hefur komið leggst veiran þyngst á þá sem eru aldraðir og veikir en getur þó valdið al­var­legum sjúk­dómi á öllum aldri, jafn­vel hjá hraustum ein­stak­lingum.

„Þó að þú til­heyrir ekki á­hættu­hópi ættir þú að leggja þitt af mörkum til að vernda börn með lang­vinna sjúk­dóma gegn smiti, með því að verja þig. Sam­fé­lags­legt verk­efni okkar allra er að vernda þá sem eru við­kvæmari og veikari. Munum að við erum öll al­manna­varnir,“ segir í leið­beiningunum sem land­læknir birti í dag.


Lík­legast er að börn sem smitist af CO­VID-19 sýni að­eins væg ein­kenni en ef börnin hafa sjúk­dóma fyrir gætu ein­kenni sýkingarinnar orðið mun al­var­legri.


Vegna þess að smitum veirunnar fer fjölgandi segir land­læknir það ráð­legt fyrir börn, sem hafa ein­hvern af eftir­töldum sjúk­dómum, að vera heima og fara hvorki í dag­vistun né skóla næstu vikurnar þar til annað verður á­kveðið. Ef fólk er ekki visst um hvort barnið þeirra sé í sérstakri áhættu vegna veirunnar skal það ráðfæra sig við sérfræðilækni barnsins.

Sjúk­dómarnir eru:

Langvinnir lungnasjúkdómar og þá sérstaklega:

 • Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis)
 • Langvinnur lungnasjúkdómur í kjölfar fyrirburafæðingar
 • Primary ciliary dyskinesia
 • Ákveðnir meðfæddir gallar á lungnavef

Alvarlegir hjartasjúkdómar og þá sérstaklega:

 • Hjartabilun sem krefst lyfjameðferðar
 • Blámahjartagallar með marktækt lækkaðri súrefnismettun (að staðaldri <90%)

Líffæraþegar (hjarta, lifur, nýru):

 • Fyrstu 6 mánuðina eftir ígræðslu ef meðferð gengur samkvæmt áætlun.

Alvarlegir langvinnir taugasjúkdómar og þá sérstaklega:

 • Illvíg flogaveiki (með tíðum flogum)
 • Vöðva-, tauga- eða efnaskiptasjúkdómar sem hafa áhrif á lungnastarfsemi

Hvað á ég að gera ef barnið mitt er í áhættuhópi?

Þá er gefinn út listi yfir það sem for­eldrar lang­veikra barna geta gert til að draga úr á­hættu á smiti:

 • Þvoðu hendur þínar reglu­lega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota hand­spritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslu­kort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðar­húna. Á vef em­bættis land­læknis eru góðar upp­lýsingar um hvernig gæta má var­úðar gegn sýkingum. Þetta á sér­stak­lega við ef þú hefur um­gengist annað fólk eða áður en þú neytir ein­hvers matar­kyns.
 • Hóstaðu eða hnerraðu í olnbogabótina ekki í lófana. Ef þú notar bréf fyrir vit við hósta eða hnerra, eða til að snýta þér eða öðrum á að hreinsa hendur eftir að bréfinu er hent í rusl.
 • Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
 • Notaðu einnota hanska við óhrein verk, hentu þeim í ruslið strax eftir notkun og hreinsaðu hendur áður en farið er í næsta verk.
 • Ef þú finnur einhver einkenni eða ert slappur skaltu halda þig heima þar til þú ert laus við þau.
 • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu.
 • Forðastu eða taktu frí frá í­þrótta- og tóm­stunda­starfi eða aðrar at­hafnir þar sem þú ert í nánum sam­skiptum við annað fólk (til dæmis verslunar­ferðir, líkams­ræktar­stöðvar, spila­kvöld, hittingur í stór­fjöl­skyldunni, heim­sóknir og heim­sóknir barna­barna).
 • Óskaðu eftir því að aðrir taki tillit til aðstæðna í þinni fjölskyldu og verndun þess sem er veikur fyrir.
 • Ef mögu­legt, er best að önnur börn á heimilinu séu heima og taki frí frá skóla eða öðrum stofnunum að því gefnu að ekki sé hægt að svæði­skipta heimilinu eða skipta um hús­næði til að vernda hinn lang­veika.