Í nýrri skýrslu frá Sjúkratryggingum kemur fram að umsóknum um meðferð erlendis vegna langs biðtíma hér á landi hefur fjölgað verulega á síðustu árum.

Veruleg fjölgun er í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga.

Þar kemur fram að umsóknum um brýna meðferð erlendis (þ.e. mjög flókin meðferð sem ekki er hægt að veita hérlendis vegna skorts á sérhæfðri þekkingu eða tækjabúnaði) fjölgað um tæplega 50%, umsóknum um meðferð erlendis vegna langs biðtíma um tæplega 270% og umsóknir um lyfjaskírteini hafa tvöfaldast á tímabilinu.

Þegar allt er dregið saman kemur í ljós að Sjúkratryggingar afgrieða um 150 umsóknir á hverjum virkum degi.

Sjúkratryggingar Íslands gerðu á síðasta ári nánast þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út.

Þessi mikla aukning á árinu 2021 tengist að hluta til COVID en það sem af er ári 2022 hafa verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018.