Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, verk­efnis­stjóri sótt­varna hjá Em­bætti Land­læknis, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að fyrstu prófanir á nýju bólu­efni gegn klamydíu lofi góðu en tekur fram að langt sé í land þar til bólu­efnið á ís­lenskan markað. Smokkurinn er í dag eina al­menni­lega vörnin gegn smiti.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur þróun breskra vísinda­manna á slíku bólu­efni miðað við á­fram og stóðst bólu­efnið ný­lega fyrstu öryggis­prófanir. Verður bólu­efnið því fyrsta sinnar tegundar til að verða prófað á mönnum.

Kamilla segir að slíkt bólu­efni gæti markað þátta­skil í bar­áttu gegn kyn­sjúk­dómnum en Ís­lendingar eru Evrópu­met­hafar í smitum og greinast ár­lega rúm­lega 2000 manns með klamydíu á Ís­landi. Hún tekur þó fram að eftir séu lík­legast margra ára rann­sóknir á efninu, ef það beri yfir­höfuð til­ætlaðan árangur.

„Þetta er í raun og veru al­gjör frum­rann­sókn. Þetta var í fyrsta sinn sem gerð var rann­sókn á mönnum og lofar góðu fyrir næstu skref í rann­sókninni,“ segir Kamilla. Mun fleiri þætti eigi þó eftir að rann­saka, með stærra mengi en í upp­runa­legu rann­sókninni, þar sem bólu­efnið var prófað í litlum hópum.

„Það sem liggur eftir í rann­sóknar­ferlinu er svo sem fyrir­sjáan­legra en fyrir sjald­gæfari sjúk­dóma. En við erum að tala um margra ára rann­sóknir sem enn eru eftir og gæti margt komið upp sem kallar á endur­hönnun eða aðrar skoðanir,“ segir Kamilla. „Fimm­tán ein­staklingar í hverjum hópi er of lítið til að fá hug­myndir um al­gengar auka­verkanir, hvað þá sjald­gæfar.“

Spurð hver þörfin sé á bólu­efni gegn klamydíu bendir Kamilla á að ein­kennin geti reynst lífs­hættu­leg séu þau ekki með­höndluð með sýkla­lyfjum. Þá séu þau ein­kenna­laus sem eigi sinn þátt í því hve al­gengur sjúk­dómurinn sé.

„Svona al­var­legustu skað­legu á­hrifin sem maður getur orðið sjálfur fyrir er ó­frjó­semi hjá konum og hættan á utan­legs­fóstrum ef að eggja­leiðarar hafa skemmst. Í staðinn fyrir að þau fari niður eggja­leiðarann inn í legið þvælast þau inn í kviðar­holið og geta frjóvgast þar, sem er bein­línis lífs­hættu­legt á­stand fyrir konuna og fóstrið á sér ekki lífs von,“ segir Kamilla.

„Það sem gerir það að verkum að ein­staklingar sem hafa smitast eru lík­legri heldur en annars til þess að bera þetta á­fram til annars ein­stak­lings áður en þeir fá sjálfir með­ferð er ein­kenna­leysið,“ segir Kamilla.

„Þess vegna er líka krafist þessarar rakningar til að reyna að finna ein­hvern sem gæti hafa smitað,“ segir Kamilla. Hún segir það al­mennt ganga vel á Ís­landi en þó séu alltaf ný til­vik á ári hverju.

„Þannig þessar niður­stöður lofa að minnsta kosti góðu miðað við þau gögn sem liggja fyrir núna. Þetta er mjög spennandi en það er langt í land enn­þá.“