Yfir níu­tíu prósent þátt­tak­enda í nýrri rann­sókn við Há­skólann á Akur­eyri voru fylgjandi því að lög­reglan yki notkun búk­mynda­véla. Um þrjú þúsund manns tóku þátt. Niður­stöðurnar eru í takti við svör í könnunum er­lendis.

„Þessar niður­stöður voru í nokkru sam­ræmi við það sem við bjuggumst við og það sem hefur komið í ljós í sam­bæri­legum rann­sóknum er­lendis,“ segir Katrín Ingvars­dóttir, sem vann á­samt Hildi­gunni Einars­dóttur rann­sókn á við­horfi Ís­lendinga gagn­vart búk­mynda­véla­notkun lög­reglu­manna. Rann­sóknin er loka­verk­efni í lög­reglu- og lög­gæslu­fræðum við Há­skólann á Akur­eyri.

Tæp­lega þrjú þúsund manns svöruðu spurningum Katrínar og Hildi­gunnar og voru konur í meiri­hluta þegar kom að þátt­tak­endum.

Sambærilegar niðurstöður og vestanhafs

„Þetta er mjög svipað niður­stöðunum sem komu í ljós í Banda­ríkjunum en það var kannski ör­lítið stærra hlut­fall sem fannst þetta já­kvætt skref. Þetta gaf góða vís­bendingu um álit Ís­lendinga á þessu mál­efni,“ segir Katrín um könnunina. Rúm­lega níu­tíu prósent við­mælenda töldu notkun slíkra mynda­véla auka traust al­mennings á störfum lög­reglunnar.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu tók í notkun fjöru­tíu búk­mynda­vélar árið 2019 en þá voru fimm ár frá fyrstu til­raun til notkunar slíks búnaðar á Ís­landi. Fram kemur í rann­sókninni að árið 2016 hafi tíu búk­mynda­vélar verið keyptar fyrir lög­regluna í Reykja­vík.

Í niður­stöðum könnunarinnar kom fram að 90,2 prósent töldu notkun búk­mynda­véla auka traust al­mennings til lög­reglunnar og 85,3 prósent að það myndi skila sér í bættri fram­komu lög­reglunnar í garð al­mennings.

Sam­bæri­legt hlut­fall taldi að með búk­mynda­vél væri lög­reglan lík­legri til að axla á­byrgð á störfum sínum og töldu 92,5 prósent þátt­tak­enda að lög­reglan ætti að nota búk­mynda­vélar í auknum mæli og 94,4 prósent að búk­mynda­vélar gætu að­stoðað við rann­sókn saka­mála.

Sumir þekktu ekki búkmyndavélar

„Það vakti at­hygli okkar að sumir vissu ekki hvað þetta væri og að þetta væri að ein­hverju leyti í notkun á Ís­landi,“ segir Katrín, en í niður­stöðunum kom fram að að­eins 12,5 prósent þátt­tak­enda töldu búk­mynda­véla­notkun brjóta að ein­hverju leyti gegn frið­helgi einka­lífs.

Á sama tíma töldu 75,3 prósent að mynd­efni búk­mynda­vélanna ætti aldrei að vera að­gengi­legt al­menningi eða fjöl­miðlum, 85,4 prósent töldu að lög­reglu­menn ættu ekki að hafa heimild til að ráð­stafa hve­nær kveikt væri á mynda­vélunum og hve­nær væri slökkt og 61 prósent voru ekki sam­mála því að slökkva ætti á mynda­vélum þegar lög­reglu­þjónar koma inn á heimili fólks.

Þá töldu 86 prósent við­mælenda þeirra að notkun búk­mynda­véla myndi auka gagn­sæi lög­reglunnar og rúm 56 prósent að þörf væri á auknu utan­að­komandi eftir­liti með störfum ís­lensku lög­reglunnar.

Um 78 prósent töldu að búk­mynda­vélar myndu koma í veg fyrir að lög­reglu­menn myndu beita ein­stak­linga úr minni­hluta­hópum mis­munun í starfi.

Hægt er að nálgast verk­efni Hildi­gunnar og Katrínar á vef Skemmunnar, skemman.is.