Að­eins 32 prósent lands­manna ætla sér að borða skötu í ár. Það er að­eins meira en tvö ár áður en tölu­vert minna en það var fyrir heims­far­aldur en þá var hlut­fallið um 37 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Ef litið er til ýmissa þátta má sjá nokkurn mun eftir aldri og bú­setu en allt að helmingur þeirra sem eru 60 ára og eldri ætla sér í skötu á meðan að­eins 16 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 29 ára ætla sér í hana.

Jólahefðirnar halda sér í ár eins og fyrri ár.
Mynd/Maskína

Þegar litið er til bú­setu ætla fæstir sér að borða skötu á Austur­landi eða að­eins 20 prósent. Á höfuð­borgar­svæðinu ætlar fjórðungur að fá sér skötu. Á Vestur­landi og Vest­fjörðum er hæst hlut­fallið en þar ætla 59 prósent að fá sér skötu.

Hvað varðar jóla­matinn þá er ham­borgar­hryggurinn lang­vin­sælastur en 43 prósent lands­manna ætla sér að gæða sér á honum og um 64 prósent ætla sér að fá sér hangi­kjöt á jóla­dag, sam­kvæmt hefð. Á að­fanga­dag er lamba­kjötið svo í öðru sæti en það er þó að­eins þrettán prósent sem ætla sér í það.

Ef skoðað er hlut­fall þeirra sem ætla að fá sér græn­metis­fæði þá er það í ár fjögur prósent og hefur verið í kringum það síðustu fjögur árin.

Það er ýmislegt á boðstólnum.
Mynd/Maskína