Land­verðir brýna í opnu bréfi fyrir flokkunum sem nú sitja að stjórnar­myndunar­við­ræðum fyrir mikil­vægi náttúru­verndar og lofts­lags­málum og kalla eftir því að þessi mál verði sett í for­gang.

„Þau mega ekki undir neinum kring­um­stæðum verða að af­gangs­stærðum í nafni mála­myndunar nýrrar ríkis­stjórnar,“ segir í bréfinu.

Fé­lagið minnir á mikil­vægi þess að há­lendi Ís­lands njóti sér­stakrar verndar og að frum­varp um Þjóð­garða­stofnun verði sett á dag­skrá að nýju

Við erum sann­færð um að Há­lendis­þjóð­garður sé það stjórn­tæki sem helst muni efla náttúru­vernd á Ís­landi og gera alla vinnu við vernd og um­gengni um há­lendi Ís­lands skil­virkari.

„Við erum sann­færð um að Há­lendis­þjóð­garður sé það stjórn­tæki sem helst muni efla náttúru­vernd á Ís­landi og gera alla vinnu við vernd og um­gengni um há­lendi Ís­lands skil­virkari. Há­lendis­þjóð­garður er for­senda sjálf­bærrar ferða­þjónustu á há­lendinu og mun auk þess skapa störf, efla byggðir í kringum landið og verða fram­tíðar­tekju­lind fyrir þjóðina,“ segir í bréfinu.

Þá í­trekar fé­lagið að lokum mikil­vægi þess að þjóð­garðar og verndar­svæði Ís­lands búi að öruggum tekju­stofnum í fjár­lögum sem standi undir land­vörslu.

„Þegar illa árar á skortur á sér­tekjum ekki að brjóta niður rekstur svæða og valda upp­sögnum með til­heyrandi ó­vissu, skerðingu á þjónustu og niður­broti á okkar störfum.“

Bréfið er hér að neðan í heild sinni.

Landverðir minna í opnu bréfi á náttúruvernd og loftslagsmál.
Fréttablaðið/Vilhelm

Opið bréf frá Land­varða­fé­lagi Ís­lands inn í við­ræður til stjórnar­myndunar

Nú þegar að stjórnar­myndunar­við­ræður standa sem hæst vill Land­varða­fé­lag Ís­lands brýna fyrir öllu því fólki og flokkum sem koma að stjórnar­myndunar­við­ræðum að verk­efni tengd náttúru­vernd og lofts­lags­málum verði sett í for­gang sem mikil­vægustu við­fangs­efni sam­tímans. Þau mega ekki undir neinum kring­um­stæðum verða að af­gangs­stærðum í nafni mála­myndunar nýrrar ríkis­stjórnar. Land­varða­fé­lag Ís­lands minnir á mikil­vægi þess að há­lendi Ís­lands njóti sér­stakrar verndar sem eitt stærsta víð­erni Evrópu.

Við erum sann­færð um að Há­lendis­þjóð­garður sé það stjórn­tæki sem helst muni efla náttúru­vernd á Ís­landi og gera alla vinnu við vernd og um­gengni um há­lendi Ís­lands skil­virkari. Há­lendis­þjóð­garður er for­senda sjálf­bærrar ferða­þjónustu á há­lendinu og mun auk þess skapa störf, efla byggðir í kringum landið og verða fram­tíðar­tekju­lind fyrir þjóðina.

Við teljum enn fremur brýnt að frum­varp um Þjóð­garða­stofnun verði sett á dag­skrá að nýju enda muni stofnunin bæta og sam­ræma alla náttúru- og um­hverfis­vernd á Ís­landi, auka skil­virkni og koma land­vörslu á Ís­landi undir einn hatt. Að lokum viljum við í­treka mikil­vægi þess að þjóð­garðar og verndar­svæði Ís­lands búi að öruggum tekju­stofnum í fjár­lögum sem standi undir land­vörslu.

Þegar illa árar á skortur á sér­tekjum ekki að brjóta niður rekstur svæða og valda upp­sögnum með til­heyrandi ó­vissu, skerðingu á þjónustu og niður­broti á okkar störfum. Að því sögðu sendir stjórn Land­varða­fé­lags Ís­lands bar­áttu­kveðjur til alls þess góða fólks sem kemur að myndun nýrrar ríkis­stjórnar Ís­lands. Virðingar­fyllst, Stjórn Land­varða­fé­lags Ís­lands