Lands­virkjun var í dag veitt Lofts­lags­viður­kenningu Festu og Reykja­víkur­borgar. „Við erum afar stolt af þessari viður­kenningu á stefnu okkar og störfum undan­farin ár, þar sem allt starfs­fólk hefur lagst á eitt svo við getum verið leiðandi í lofts­lags­málum,“ segir Jóna Bjarna­dóttir, fram­kvæmda­stjóri sviðs Sam­fé­lags og um­hverfis hjá Lands­virkjun, í til­kynningu.

Hún segir að þau muni halda á­fram á sömu braut og að viður­kenningin sé hvatning til þess. For­stjóri Lands­virkjunar tekur undir það og segir að Lands­virkjun taki lofts­lags­breytingum al­var­lega og að það endur­speglist í allri þeirra starf­semi.

„Endur­nýjan­lega orku­vinnslan okkar veitir okkur mikið for­skot og Lands­virkjun mun á­fram leggja sitt af mörkum til að við náum þeim árangri í lofts­lags­málum sem stefnt er að. Ís­lendingar geta orðið fyrsta þjóð í heimi til að losa sig við jarð­efna­elds­neyti og við getum klárað full orku­skipti á næstu árum. Orku­málin eru lofts­lags­mál,“ segir hann að lokum.

Landsvirkjun fékk viðurkenninguna í ár.
Mynd/Eggert Jóhannesson

Þarf á öllum að halda

Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri Reykja­víkur­borgar, segir lofts­lags­málin þurfa á öllum að halda.

„Það vekur mér bjart­sýni að sjá hvað lofts­lags­yfir­lýsing Reykja­víkur­borgar og Festu frá 2015 hefur leitt af sér mikinn árangur og á­huga í ís­lensku at­vinnu­lífi. Enn eru fleiri leiðandi fyrir­tæki að bætast við, setja sér mark­mið og skrá árangurinn. Lofts­lags­málin verða ekki leyst öðru­vísi en með breiðu sam­starfi allra í sam­fé­laginu og raunar heiminum öllum en þar er at­vinnu­lífið og borgirnar sér­stak­lega mikil­vægur hlekkur, þar verður mestur út­blásturinn til og þaðan koma lausnirnar líka,“ segir hann og bætir við að Reykja­vík vilji vera leiðandi og í virku sam­starfi við at­vinnu­lífið í lofts­lags­málum.

„Við viljum draga til borgarinnar nýja fjár­festingu og ný verk­efni í grænum lausnum. Ég hef einnig stungið upp á því ný­lega að við komum okkur upp kerfi sem býr til sam­keppni milli fyrir­tækja í átt að kol­efnis­hlut­leysi. Nokkurs­konar gull, silfur, brons kerfi þar sem gullið væri að kol­efnis­hlut­leysi væri náð, silfur væri fyrir fyrir­tæki sem hefðu sett sér á­ætlun um kol­efnis­hlut­leysi og bronsið væri fyrir þá sem hefðu sett sér önnur mark­mið, en mark­mið þó,“ segir hann enn fremur.

Sér­staka hvatninga­viður­kenningu fékk verk­efnið Lofts­lags­vænn land­búnaður.
Mynd/Eggert Jóhannesson

Fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt

Sér­staka hvatninga­viður­kenningu fékk verk­efnið Lofts­lags­vænn land­búnaður sem er sam­starfs­verk­efni Ráð­gjafar­mið­stöðvar Land­búnaðarins, Land­græðslunnar, Skóg­ræktarinnar, at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins og um­hverfis- og auð­linda­ráðu­neytisins.

Viður­kenningarnar voru af­hentar á Lofts­lags­fundi Festu og Reykja­víkur­borgar í morgun. Yfir­skrift fundarins í ár var Fram­tíðar­sýn og næstu skref. Þetta er í fimmta sinn sem viður­kenningin er veitt en mark­miðið er að vekja at­hygli á því sem vel er gert í lofts­lags­málum og vera hvatning til annarra.

„Viður­kenningin hvetur þátt­töku­bændur til dáða í sínum lofts­lags­verk­efnum og gerir þá að öflugum fyrir­myndum í lofts­lags­málum land­búnaðarins. Þessi viður­kenning verður tákn­ræn fyrir stefnu verk­efnisins og mun nýtast við að móta fram­tíð þess,“ segir Berg­lind Ósk Al­freðs­dóttir, verk­efna­stjóri Lofts­lags­væns land­búnaðar.

Fram kemur í til­kynningu að við matið hafi dóm­nefndin horft til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildar­losun gróður­húsa­loft­tegunda og hversu ítar­leg upp­lýsinga­gjöfin er varðandi alla virðis­keðjuna.

Í ár varð það fyrir­tæki sem hefur mælt sín beinu lofts­lags­á­hrif um ára­bil og náð veru­legum árangri við að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda í eigin starf­semi hlut­skarpast.

Í dóm­nefndinni sátu Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi og for­maður um­hverfis- og heil­brigðis­ráðs (full­trúi Reykja­víkur­borgar), Arnar Þór Más­son, stjórnar­for­maður Marel (full­trúi Festu) og Lára Jóhanns­dóttir, prófessor í um­hverfis- og auð­linda­fræðum (full­trúi Há­skóla Ís­lands).

Fyrri hand­hafar viður­kenningarinnar

Þau sem hafa hlotið viður­kenninguna hingað til eru:

2020: Land­spítali. Car­b­fix hlaut ný­sköpunar­verð­laun.

2019: EFLA verk­fræði­stofa.

2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 til­nefnd: ÁTVR, Efla verk­fræði­skrif­stofa og IKEA.

2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn lofts­lag.is fræðslu- og upp­lýsinga­viður­kenningu vegna lofts­lags­mála og ISAVIA hlaut hvatningar­viður­kenningu.