Lands­réttur þyngdi í dag fangelsis­dóm Héraðs­dóm Reykja­ness yfir karl­manni fyrir nauðgun og kyn­ferðis­brot gegn stjúp­barna­barni sínu í nokkur skipti árin 2018 og 2019.

Sam­kvæmt dómi Héraðs­dóm á maðurinn að hafa brotið á stjúp­barna­barni sínu „með því að hafa með ó­lög­­mætri nauðung þar sem á­kærði nýtti sér yf­ir­burði sína gagn­vart stúlk­unni og traust henn­ar og trúnað til hans sem afa“.

Maður­inn hlaut tveggja ára og sex mánaða dóm í héraði auk þess sem hon­um var gert að greiða brota­þola miska­bæt­ur, mál­svarn­ar­­laun, þókn­un á rann­­sókn­ar­stigi og þókn­un rétt­ar­­gæslu­­manns brota­þola.

Lands­réttur þyngdi dóm mannsins um sex mánuði og hlaut hann þriggja ára dóm. Miska­bætur til brota­þola og sakar­kostnaður var ó­rsa­skaður. Miska­bætur í héraði auk vaxtar voru 1.500.000 krónur í héraði.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir vörslu efnis sem sýnir börn á klám­fenginn hátt. Sama ljós­mynd fannst í fimm ein­tökum í turn­tölvu og borð­tölvu mannsins og 2537 ljós­­mynd­ir og eitt mynd­band fannst í far­sím­um manns­ins.

Maðurinn á sér engar málsbætur að sögn Landsréttar.
Fréttablaðið/Ernir

Lýsti háttseminni með skýrum hætti

Maðurinn neitaði sök í héraði og krafðist ó­merkingar héraðs­dóms fyrir Lands­rétti.

„Við skýrslu­töku í Barna­húsi lýsti brota­þoli því með ná­­kvæmum og skýrum hætti hvernig á­kærði hefði oft kallað á hana og sagt henni að snerta getnaðar­lim sinn. Hún hefði leikið­sér með eða fiktað í typpi á­kærða en nánar lýsti hún því að hún hefði snert typpið upp og niður. Auk þess að lýsa hátt­­seminni með skýrum hætti í orðum sýndi hún einnig með lát­bragði hvernig hún hefði farið að og við­hafði aug­­ljósar runk­hreyfingar við klof,“ segir í dómi Lands­réttar.

Þá lýsti brota­þoli að­­stæðum með skýrum hætti, svo sem hvar hátt­­semin átti sér stað á heimili á­kærða og ömmu hennar og lýsti meðal annars getnaðar­lim á­kærða og hvernig hann hefði einnig leikið sér með typpið með sama hætti og hún. Lýsti hún því að typpið á­kærða hefði verið uppi þegar hann hefði haldið utan um það.

„Þykir á­kærði ekki eiga sér neinar máls­bætur“

Stúlkan greindi föður sínum fyrst frá at­vikum og benti þá strax á á­kærða sem gerandi.

„Á­kærði hefur ekki áður sætt refsingu. Við á­­kvörðun refsingar er litið til þess að á­kærði hefur gerst sekur um al­var­­legt trúnaðar­brot gagn­vart ungu barni sem tengdist honum fjöl­­skyldu­böndum. Nýtti á­kærði sér yfir­­burði sína gagn­vart barninu og traust þess og­trúnað til hans sem afa. Einnig hefur á­kærði verið sak­­felldur fyrir vörslu og skoðun á miklu magni af mynd­efni sem sýna börn á kyn­­ferðis­­legan og klám­­fengin hátt. Þykir á­kærði ekki eiga sér neinar máls­bætur,“ segir í dómi Lands­réttar.

Sem fyrr segir hlaut maðurinn þriggja ára dóm.