Innlent

Lands­réttur stað­festi niður­stöðu úr héraði í Báru­máli

Lands­réttur stað­festi í dag niður­stöðu Héraðs­dóms Reykja­víkur í máli fjögurra þing­manna Mið­flokksins gegn Báru Hall­dórs­dóttur vegna hins marg­um­talaða Klausturs­máls.

Hér sést Bára Halldórsdóttir ásamt lögmönnum sínum, þeim Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og Ragnari Aðalsteinssyni.

Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna hins margumtalaða Klaustursmáls. Það var Stundin sem greindi fyrst frá en Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmanna Báru, staðfestir úrskurð Landsréttar í samtali við Fréttablaðið.

Að auki voru kærendurnir, sem áfrýjuðu niðurstöðunni úr héraði, dæmdir til að greiða Báru 300 þúsund krónur í málskostnað. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, höfðu farið fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í desember. 

Kröfu fjórmenninganna var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember en þingmennirnir áfrýjuðu málinu til Landsréttar líkt og fyrr segir. Enn liggur þó ekki fyrir hvort þingmennirnir fjórir, eða hluti þeirra, hyggist leggja fram ákæru á hendur Báru. Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt upptökurnar harðlega og segir að ráðist hafi verið á friðhelgi einkalífs þingmannanna.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing