Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka vitnaskýrslu af Steinbergi Finnbogasyni, verjanda eins sakborninga í morðmálinu í Rauðagerði.

Nýti lögregla heimildina kann svo að fara að Steinbergur geti ekki lengur gætt hagsmuna skjólstæðings síns í málinu, sem þyrfti þá að fá annan verjanda í málinu.

„Þessi niðurstaða er sérstök í því ljósi að lögum samkvæmt er lögmanni ekki heimilt að bera vitni í máli umbjóðanda síns,“ segir Steinbergur og bætir við: „Þess vegna verður í fyrsta lagi forvitnilegt að sjá hvað lögreglan vill spyrja um, í öðru lagi hvort dómstólar muni samþykkja að ég verði spurður þeirra spurninga og í þriðja lagi hvort ég verði yfir höfuð leiddur í vitnastúkuna.“

Steinbergur segist ekki þekkja dæmi um að lögmenn „sem lögreglan hefur losað sig við með þessu bragði“ hafi í raun gefið skýrslu. Lögreglan hafi þannig ekki nýtt heimild dómara, heldur látið duga að taka verjandann frá málinu.