Lands­réttur snéri við sjö ára fangelsis­dómi yfir sex­tugum karl­manni sem var sakfelldur Héraðs­dómi fyrir að brjóta á syni sínum á margra ára tíma­bili.

Dómurinn var kveðinn upp í dag en Lands­réttur taldi að ekki hefði tekist að færa sönnur fyrir sekt mannsins gegn ein­dreginni neitun hans.

Brotin áttu að hafa átt sér stað þegar drengurinn var fjögurra til ellefu ára en sonurinn kærði ekki föður sinn til lög­reglu fyrr en hann var kominn á miðjan þrí­tugs­aldur.

Manninum var gefið á sök að hafa í fjölda skipta káfað á kyn­færum sonar síns og í fjölda skipta haft enda­þarms­mök við hann. Sonurinn sagði að brotin hefðu átt sér stað flesta pabbahelgar en hann fór til föður sín aðra hverja helgi eftir foreldrar hans slitu samvistum. Héraðs­dómur taldi fram­burð sonarins trúan­legan og lagði hann til grund­vallar í sak­fellingu sinni.

Ríkis­sak­sóknari skaut málinu til Lands­réttar en af hálfu á­kæru­valdsins krafðist þess refsing yfir manninum yrði þyngd.

Lands­réttur komst hins vegar að þeirri niður­stöðu að við skýrslu­gjöf sonarins fyrir héraðs­dómi hefði þess ekki verið gætt að hann gæfi sjálf­stæða lýsingu á máls­at­vikum. Það hefði þannig tor­veldað mögu­leika á meta trú­verðug­leika fram­burðar hans.

Faðirinn hafi hins vegar verið stöðugur og sam­kvæmdu sjálfum sér í fram­burði sínum. Með hlið­sjón af því var ekki talið að ríkis­sak­sóknari hefði tekist að sýna fram á sekt föðurins.

Syninum voru dæmdar þrjár milljónir miska­bætur í Héraðs­dómi en Lands­réttur vísaði þeim frá.