Lands­réttur mildaði í dag refsingu yfir Jar­oslöva Davíðs­son og fimm karl­mönnum fyrir fram­leiðslu am­feta­míns í sumar­bú­stað í Borgar­nesi.

Jar­oslava var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að am­feta­mín­fram­leiðslunni en hún var dæmd í þriggja ára fangelsi í héraði. Jakub Pawel Rzasa hlaut þyngsta dóminn af sak­borningunum sex og fékk þriggja og hálfs árs fangelsi. Hann hafði hlotið fjögurra ára dóm í héraði.

Dómar yfir Bart­lomi­ej Szelengi­ewicz, Dawid Stanislaw Do­lecki og Krzy­stof Sieracki voru styttir úr fjórum árum í þrjú ár. Þre­menningarnir hafa verið í gæslu­varð­haldi í rúmt ár og dregst varð­haldið frá refsingunni.

Grzegorz Marcin Krzton var dæmdur í tveggja og hálfs ár fangelsi en hann fékk þrjú ár í héraði.

Af sex­menningunum voru þrír á­kærður fyri brot á lögum um um­hverfis­vernd með því að hafa sturtað af­gangs­efnum úr am­feta­mín­fram­leiðslunni í náttúruna í kringum sumar­húsið. Þau voru hins vegar öll á­kærð fyrir fram­leiðslu am­feta­míns frá grunni og fyrir að hafa valdið mengunar­hættu.

Handtekin á leið í Hvalfjarðargöngin

Sex­menningarnir voru hand­teknir á tveimur bílum við Hval­fjarðar­göngin á leið þeirra frá sumar­bú­staðnum þann 29. febrúar í fyrra.

Lög­reglu hafði borist upp­lýsi­gnar um að einn sex­menninganna væri að undir­búa fram­leiðslu sterkra fíkni­efna og var því á­kveðið að hlera síma hans.

Lög­reglan komst á sporið í málinu þegar Grzegorz og Jakub höfðu verið að leita að acet­one í verslun Bau­haus en það þótt styðja grun­semdir lög­reglu um fyrir­hugaða am­feta­mín­fram­leiðslu.

Sam­kvæmt dómi Héraðs­dóms var talið sannað að Bart­lomi­ej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að fram­leiða fíkni­efni en Jakub keypti flug­miða fyrir þá í þeim til­gangi.

Meðal muna sem mennirnir keyptu fyrir fram­leiðsluna var whire sprit og plast­filma.

BMW bifreið Jöru gerð upptæk

Þegar sex­menningarnir voru hand­teknir við Hval­fjarðar­göngin fundust tæp tvö kíló af am­feta­míni á styrk­leika­bilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig rúmt kiló af am­feta­míni á styrk­leika­bilinu 1,7 til 3,2 prósent.

BMW bif­reið Jar­oslövu með einka­númerið JARA var einnig gerður upp­tækur á­samt úða­vopni og tveimur raf­byssum. Jar­oslava, sem er betur þektk sem Jara, var lengi vel gift Ás­geiri Daviðs­syni eða Geira á Gold­fingur en hún kom hingað til lands árið 1998 til að dansa á nektar­staðnum um­deilda.