Lands­réttur lækkaði í dag miska­bætur sem Reykja­víkur­borg var gert að greiða fjögurra manna fjöl­skyldu vegna fram­göngu Barna­verndar Reykja­víkur um helming. Dómurinn var kveðinn upp síð­degis í dag en Lands­réttur lækkaði bæturnar úr tveimur milljónum á mann í eina. Reykja­víkur­borg var dæmd bóta­skyld í héraði og áfrýjaði málinu til Landsréttar.

Málið snýr að að­gerðum sem Barna­verndar­nefnd Reykja­víkur greip til í kjöl­far gruns um að for­eldrarnir hefðu hrist níu mánaða gamalt barn þeirra með al­var­legum af­leiðingum.

Í kjöl­farið hófst lög­reglu­rann­sókn að beiðni Barna­verndar­nefndar og var drengurinn vistaður utan heimilis í fjóra mánuði, fyrst á vist­heimili í þrjár vikur og svo á heimili föður- og móður­for­eldra. Nokkrum mánuðum síðar var til­kynnt að rann­sókn lög­reglu hefði verið hætt.

Í dómi Lands­réttar koma fram að með til­kynningu barna­læknis hefði verið á­stæða til að hefja könnum á málinu í sam­ræmi við barna­verndar­lög. Jafn­framt hefði til­kynningin og frekari eftir­grennslan starfs­manna BR hjá barna­lækninum verið til þess fallin að vekja ugg um öryggi barnsins í um­sjá for­eldranna.

Reykjavíkurborg afrýjaði málinu til Landsréttar.
Fréttablaðið/Ernir

„Með því að for­eldrum drengsins hefði verið heimilað að dvelja með barninu á vist­heimilinu hefði verið gætt að því að raska ekki hags­munum for­eldranna og barnsins meira en nauð­­syn bar til. Aftur á móti kom fram að við lok dvalar A [barnsins] og fleiri á visteimilinu hefðu upp­­­lýsingar legið fyrir sem gáfu til­­efni til að ætla að ekki væri efni til að óttast svo um vel­­ferð barnsins í um­­­sjá for­eldranna að ó­­­boðað eftir­­lit starfs­manna BR með heimili þeirra nægði ekki til að tryggja eftir­­lit með öryggi barnsins,“ segir í dómi Lands­réttar.

„Að teknu til­­liti til þess og annarra ann­­marka sem voru á rann­­sókn BR yrði á það fallist að R hefði ekki fært við­hlítandi rök fyrir því að nauð­­syn­­legt hefði verið að vista drenginn utan heimilis lengur en til 27. júní 2013 þegar vistunar­­tíma hans lauk á vist­heimilinu.“

Hefði vistun hans utan heimilis því staðið lengur en þörf var á til að tryggja eftir­­lit með öryggi barnsins enda hefði mátt koma til móts við það mark­mið með vægara úr­­ræði.

Tak­­mörkun barna­verndar­yfir­­valda á stjórnar­­skrár­varinni frið­helgi fjöl­­skyldu­lífs þeirra gekk að þessu leyti lengra en nauð­­syn bar til og fór gegn meðal­­hófs­­reglu stjórn­­sýslu­réttar.

Fólu að­­gerðirnar í sér skerðingu á frelsi barnsins og fleiri með því að þau gátu í raun ekki ráðið bú­­setu sinni að mati Landsréttar. Auk þess voru þær til þess fallnar að við­halda þeim á­lits­hnekki og and­­legri á­­þján sem hófst með lög­­mætu inn­­gripi 6. júní 2013.