Lands­réttur felldi í dag úr gildi gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir tví­tugum karl­manni sem var hand­tekinn fyrir heimilis­of­beldi síðustu helgi. Maðurinn var úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 26. júní á grund­velli al­manna­hags­muna en sá úr­skurður var kærður til Lands­réttar. Þetta kemur fram í frétta­flutningi RÚV um málið.

Maðurinn var dæmdur í héraðs­­dómi Reykja­víkur í mars fyrir hótanir í garð barns­­móður sinnar annars vegar og afar grófar líkams­­á­rásar á fyrr­verandi kærustu hins vegar. Réttar­meina­fræðingur taldi á­rásina hafa verið mjög grófa og harka­lega og að stúlkan hefði getað verið í lífs­hættu meðan á henni stóð

Maðurinn var úr­­­skurðaður í gæslu­varð­hald í októ­ber í fyrra vegna á­rásarinnar og hafði þegar af­­plánað hálfan dóminn í gæslu­varð­haldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var hand­­tekinn um síðustu helgina eftir al­var­­legt heimilis­of­beldi.

Árás mannsins á fyrr­verandi kærustu sína í októ­ber var talin afar hrotta­­fengin. Héraðs­dómur Reykja­víkur sagði á­rásina gegn stúlkunni hafa verið ein­stak­lega grófa og borið vott um al­gjört skeytingar­leysi gagn­vart lífi hennar.

Kærastan, sem var á þeim tíma sau­tján ára gömul, hlaut al­var­­lega á­­verka í and­liti; augn­tóftar­gólfs­brot báðu megin, nef­beins­brot, opið sár á höfði og mar­á­­verka víðs vegar um líkamann. Dómurinn þótti nokkuð vægur og á­kvað ríkis­sak­sóknari að á­frýja honum til Lands­réttar. Maðurinn hafði af­plánað næstum hálfan dóminn í gæslu­varð­haldi og losnaði úr haldi stuttu eftir að hann var kveðinn upp.