Lands­réttur felldi úr gildi úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­víkur í máli Sigur Rósar og vísar honum aftur í hérað. Héraðs­dómur hafði vísað frá máli héraðs­sak­sóknara í októ­ber síðsat­liðnum. Fjór­­menningarnir voru grunaðir um stór­­felld skatta­laga­brot og var gefið að sök að hafa komist hjá því að greiða rúm­­lega 150 milljónir króna. Ríkis­út­varpið greinir frá þessu.

Nú­verandi og fyrr­verandi liðs­­menn hljóm­sveitarinnar sættu á­kærunni, en það voru þeir Jón Þór Birgis­­son, Orri Páll Dýra­­son, Georg Holm og Kjartan Sveins­­son. Rann­­sókn málsins var um­­fangs­­mikil og eignir fyrir um 800 milljónir kyrr­­settar.

Tón­listar­­mennirnir sendu frá sér yfir­­­lýsingu þegar málið komst í fjöl­­miðla og sögðu að málið megi meðal annars rekja til mis­­taka endur­­­skoðanda sem þeir hafi greitt fyrir að sjá um fjár­­mál sín. Þeir væru tón­listar­­menn með litla sem enga þekkingu á fjár­­málum og fyrir­­­tækja­­rekstri.

Í sam­tali við Frétta­blaðið í októ­ber síðast­liðnum sagði Bjarn­freður Ólafs­son, lög­maður sveitarinnar, að héraðs­dómur hafi tekið undir með frá­vísunar­­kröfu sinni, sem var byggð á því að um væri að ræða tvö­­földa máls­­með­­ferð sem sam­ræmist ekki mann­réttinda­­sjónar­miðum. Hann sagðist við til­efnið nú vera von­svikinn en vildi ekki tjá sig frekar.