Beinn kostn­að­ur ís­lensk­a rík­is­ins vegn­a skip­un­ar dóm­ar­a við Lands­rétt er tæp­ar 150 millj­ón­ir krón­a. Þett­a kom fram í svar­i Ás­laug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mál­a­ráð­herr­a við fyr­ir­spurn Helg­u Völu Helg­a­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um kostn­að rík­is­ins vegn­a skip­un­ar dóm­ar­a við Lands­rétt. Spurn­ing­in er í ell­ef­u lið­um.

Dæmd­ur máls­kostn­að­ur vegn­a mála sem tap­ast hafa fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um vegn­a skip­un­ar dóm­ar­a er 10,6 millj­ón­ir krón­a.

Mann­rétt­ind­a­dóm­stóll Evróp­u í Strass­borg í Frakk­land­i.
Fréttablaðið/EPA

Máls­kostn­að­ur vegn­a dóma yf­ir­deild­ar Mann­rétt­ind­a­dóm­stóls Evróp­u (MDE) í máli Guð­mund­ar Andra Ást­ráðs­son­ar gegn rík­in­u er 20 þús­und evr­ur eða rétt tæp­ar 3,1 millj­ón krón­a á nú­ver­and­i geng­i.

Dæmd­ar misk­a- og/eða skað­a­bæt­ur til um­sækj­end­a um dóm­ar­a­starf eru rúm­ar 11,6 millj­ón­ir krón­a. Þá var skað­a­bót­a­skyld­a gegn Ei­rík­i Jóns­syn­i við­ur­kennd af Hæst­a­rétt­i í máli hans gegn rík­in­u. Jóni Hösk­ulds­syn­i voru ný­ver­ið dæmd­ar 8,5 millj­ón­ir í sams­kon­ar máli.

Kostn­að­ur Lands­rétt­ar í árs­lok 2020 var 73 millj­ón­ir krón­a vegn­a settr­a dóm­ar­a í fjar­ver­u fjög­urr­a dóm­ar­a sem sett­ir voru í leyf­i frá dóm­ar­a­störf­um. Sam­kvæmt svar­i ráð­herr­a er ekki hægt að segj­a til um hvað­a bæt­ur kunn­i hugs­an­leg­a að verð­a greidd­ar dóm­ur­um sem skip­að­ir voru við Lands­rétt en fóru síð­ar í leyf­i.

Í svari ráðherra kemur einnig fram að ríkið greiddi rúm­ar 36 millj­ón­ir krón­a í sérfræðikostnað vegna málarekstursins við Mannréttindadómstól Evrópu auk 6,4 milljóna í kostnað við þýðingar.

Í svar­in­u er ó­tal­inn kostn­að­ur vegn­a starfs dóm­nefnd­ar um hæfn­i um­sækj­end­a um em­bætt­i dóm­ar­a við Lands­rétt, aug­lýs­ing­a­kostn­að­ur og ann­ar und­ir­bún­ings­kostn­að­ur.