Land­spítalinn er nú í við­ræðum við er­lendar starfs­manna­leigur vegna vöntunar á sér­hæfðum gjör­gæslu­hjúkrunar­fræðingum. Þetta segir Ólafur G. Skúla­son, for­stöðu­maður á spítalanum í sam­tali við Vísi.

Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, greindi frá því á Frétta­vat­kinni á Hring­braut í gær að leitað verður til einka­fyrir­tækja í heil­brigðis­þjónustu til að létta undir á Land­spítalanum í mann­eklu á gjörgæslunni.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Klínikin Ármúla svaraði neyðarkalli Landspítalans sendi fjóra af sínum heilbrigðisstarfsmönnum til að styðja við mönnun á gjörgæsludeild spítalans, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna.

Ólafur segir að starfs­fólkið frá Klíníkinni muni hjálpa þeim mikið og er þakk­látur fyrir veitta að­stoð. Hins vegar þarf fleiri starfs­menn til að mæta á­standinu.

Samkvæmt Ólafi er Landspítalinn að ræða við starfs­manna­leigur er­lendis m.a. á Norður­löndunum til þess að fá sér­hæfða gjör­gæslu­hjúkrunar­fræðinga sem hafa reynslu af því að ferðast á milli landa. Ólafur gat ekki sagt til um kostnaðinn við þessar að­gerðir.