Innlent

Land­spítalinn braut jafn­réttis­lög við ráðningu

Landspítalinn braut jafnréttislög við ráðningu sérfræðings í meltingalæknum. Sá sem hlaut starfið hafði minni starfsreynslu en annar umsækjandi, en spítalinn sagði hann hafa staðið betur að vígi í starfsviðtali.

Staðan var auglýst fyrir rúmu ári. Alls bárust tvær umsóknir, ein frá kæranda sem er kona og önnur frá karli, og voru báðir umsækjendur boðaðir í starfsviðtöl.

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landspítalinn hafi brotið jafnréttislög með ráðningu karls í stað konu í stöðu sérfræðings í meltingarlæknum. Konan var með rúmlega ellefu ára meiri starfsreynslu en maðurinn. Ráðið var í stöðuna í febrúar á þessu ári. 

Í niðurstöðu jafnréttisráðs kemur fram að Landspítalinn hafi röksutt ráðningu mannsins með því að hann hafi verið metinn hæfari og vísaði þar helst til frammistöðu hans í starfsviðtali.

Taldi kærunefndin konuna hafa staðið framar þeim sem ráðinn var með tilliti til allra hlutlægra þátta sem áskildir voru í auglýsingu. Auk þess sem maðurinn ekki fullnægt skilyrði auglýsingar um sérfræðileyfi í meltingarlækningum við lok umsóknarfrests. Þá hafði konan rúmlega 11 árum lengri starfsreynslu en maðurinn.   

Landspítalinn telst ekki hafa sýnt fram á að aðrir þættir en kynferði hafi ráðið niðurstöðu ráðningarferlisins. Skoðun kærunefndar á minnispunktum úr viðtölum varpa ekki ljósi á að maðurinn búi yfir ríkari samskiptahæfileikum en kærandinn. 

„Eins og að framan greinir stendur kærandi mun framar þeim er ráðinn var hvað varðar alla þá þætti er áskildir voru í auglýsingu og fyrir liggur að sá er ráðinn var uppfyllti ekki öll skilyrði auglýsingar er umsóknarfrestur rann út,“ segir í niðurstöðunni að lokum. Konan hefur sett fram kröfu um að Landspítalanum verði gert að greiða sér kostnað vegna málsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íbúar koma grindverki úti á götu til varnar

Innlent

„Eigna­tjón og til­finninga­tjón sem gleymist seint“

Innlent

Þurfa ekki að færa bústaðinn og greiða lambs­verð í leigu

Auglýsing

Nýjast

May brýnir klærnar en er í þröngri stöðu

Hæstiréttur klofnaði í bótamáli

Róhingjar verði ekki neyddir aftur til Myanmar

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA

Æðakerfið í Tungná

Hæstiréttur lækkar bætur Snorra í Betel

Auglýsing