Land­spít­al­inn mun ekki krefj­a starfs­fólk sem kem­ur aft­ur til starf­a eft­ir or­lof inn­an­lands um nei­kvætt PCR-próf fyr­ir Co­vid-19 líkt og til stóð. Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá farsóttarnefnd spít­al­ans.

Starfs­fólk er þó hvatt ein­dreg­ið til þess að fara í sýn­a­tök­u finn­i það fyr­ir minnst­u ein­kenn­um eða ver­ið þar sem smit hafa kom­ið upp.

Þar seg­­ir enn frem­­ur að ver­­ið sé að skoð­­a að kall­­a fólk úr sum­­ar­fr­í­­i vegn­­a á­st­ands­­ins á spít­­al­­an­­um en inn­l­ögn­­um vegn­­a Co­v­id hef­­ur fjölg­­að und­­an­f­ar­­ið vegn­­a auk­­ins fjöld­­a smit­­a.

Átta eru inn­i­liggj­and­i á spít­al­an­um með Co­vid-19, sjö á leg­u­deild­um og einn á gjör­gæsl­u. Sau­tján starfs­menn eru í ein­angr­un, 35 í sótt­kví A og í vinn­u­sótt­kví eru 165 starfs­menn.

„Við­bragðs­stjórn vill biðl­a til starfs­fólks í or­lof­i, sem hef­ur þurft að breyt­a sín­um á­ætl­un­um vegn­a far­ald­urs­ins og gæti hugs­að sér að geym­a or­lof þar til betr­a árar, að gefa sig fram við sinn yf­ir­mann,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i.