Land­spítali og al­manna­varnir halda hvorn sinn blaða­manna­fundinn í dag. Til­efnið er að Land­spítalinn starfar nú á neyðar­stigi eftir að hóp­sýking kom upp inni á Land­kots­spítala. Fundirnir verða sýndir hver á eftir öðrum í beinni út­sendingu og hefjast klukkan 15.

Land­spítalinn heldur fyrst sinn fund á undan al­manna­vörnum. Á þeim fundi verða Páll Matthías­son for­stjóri og Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar og for­maður far­sóttar­nefndar Land­spítala, á­samt land­lækni, Ölmu Möller.

Gert er ráð fyrir að fundurinn taki um hálf­tíma en upp­lýsinga­fundur al­manna­varna hefst síðan beint í kjöl­farið. Á honum verður þrí­eykið; land­læknir, Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Víðir Reynis­son hjá al­manna­vörnum.

Fréttir af fundunum verða sagðar hér á frettabladid.is.