Land­spít­al­inn er ekki leng­ur á hætt­u­stig­i, held­ur á ó­viss­u­stig­i, vegn­a Co­vid-19 far­ald­urs­ins. Til­kynnt var um þett­a í dag en spít­al­inn var sett­ur á hætt­u­stig þann 23. Júlí þeg­ar fjórð­a bylgj­a far­ald­urs­ins var á sín­um fyrst­u stig­um.

Alls liggj­a nú sjö inni á spít­al­an­um vegn­a Co­vid, sex eru á bráð­a­leg­u­deild­um og einn á gjör­gæsl­u. Enginn er í önd­un­ar­vél. Með­al­ald­ur inn­lagðr­a er 53 ár.

Alls hafa sjúk­ling­ar 97 lagst inn á Land­spít­al­a með Co­vid í fjórð­u bylgj­u far­ald­urs­ins, 17 þeirr­a þurft gjör­gæsl­u­stuðn­ing og þrír lát­ist.

Nú eru 543 sjúk­ling­ar, þar af 221 barn, í Co­vid göng­u­deild spít­al­ans. Enginn er met­inn rauð­ur og 6 ein­staklingar gul­ir og þurf­a nán­ar­a eft­ir­lit.

Í til­kynn­ing­u frá spít­al­an­um kem­ur fram að ó­viss­u­stig sé fyrst­a af þrem­ur við­bragðs­stig­um spít­al­ans og að skil­grein­ing vegn­a þess sam­kvæmt við­bragðs­á­ætl­un Land­spít­al­a sé eft­ir­far­and­i: Við­bún­að­ur vegn­a yf­ir­vof­and­i eða orð­ins at­burð­ar. Ef dag­leg starf­sem­i ræð­ur við at­burð­inn, upp­lýs­ing­ar um at­burð eru ó­ljós­ar eða ekki næg­ar til að virkj­a á­ætl­un til fulls (grænn lit­ur í gát­list­um). 

Við­bragðs­á­ætl­un Land­spít­al­a vegn­a far­sótt­a er virk og fund­a við­bragðs­stjórn og far­sótt­a­nefnd eft­ir þörf­um.

Nán­ar er hægt að lesa um ó­viss­u­stig á vef spít­al­ans hér.