Fyrir­séð er rúm­lega tveggja milljarða króna fjár­vöntun vegna kaupa á lyfs­seðil­skyldum lyfjum. Þetta kemur fram í um­sögn Land­spítala um fjár­lög næsta árs og er þar lýst miklum á­hyggjum af þeim á­hrifum sem þetta kann að hafa.

„Ný en mjög dýr lyf gjör­breyta lífs­líkum og lífs­gæðum sjúk­linga. Heims­markaðs­verð á mörgum lyfjum hækkar mikið. Reiknaður vöxtur í fjár­laga­frum­varpinu er 1,5% en raun­veru­leikinn þyrfti að vera um 10%. Að ó­breyttu er ekkert svig­rúm fyrir að taka ný lyf í notkun á árinu 2022 og fjár­veitingar duga ekki fyrir þeim lyfja­með­ferðum sem nú þegar eru í gangi“, segir í um­sögninni sem undir­rituð er af Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttur, settum for­stjóra Land­spítala.

Dýr og flókin í notkun

Árið 2019 fól heil­brigðis­ráð­herra spítalanum fjár­hags­lega á­byrgð á fjár­laga­lið er varðar S-merkt lyf. Með nýjum lyfja­lögum sem tóku gildi síðustu ára­mót var hætt að merkja lyf með þeim hætti og urðu lyfin þá annað­hvort al­menn eða leyfis­skyld. Leyfis­skyld lyf eru lyf sem ein­göngu er heimilt að nota að undan­gengnu sam­þykki lyfja­nefndar Land­spítala. Slík lyf eru alla jafna kostnaðar­söm eða vand­með­farin og krefjast sér­fræði­þekkingar og að­komu heil­brigðis­starfs­fólks hvort heldur er vegna gjafar, eftir­lits með sjúk­lingi eða eftir­lits með notkun lyfsins.

Sam­kvæmt um­sögninni er á­ætlaður kostnaður vegna leyfis­skyldra lyfja 14.669 milljarðar króna.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Þar sem lyfin eru flókin og dýr og inn­leiðing þeirra er gerð í á­föngum tekur jafnan um þrjú ár fyrir kostnaðar­á­hrif af nýju lyfi að koma að fullu fram. Þannig munu á­hrif af nýjum lyfjum sem tekin voru í notkun 2020 og 2021 hafa á­hrif til hækkunar á árinu 2022“, segir í um­sögninni.

Þar eru raktar helstu á­stæður þess að kostnaður vegna lyfs­seðil­skyldra lyfja hafi aukist. Miklar verð­hækkanir hafa orðið á lyfinu immúnógló­búlín undan­farið vegna skorts á því á heims­vísu en lyfið er notað sem með­ferð við Co­vid-19 smiti og ný krabba­meins­lyf sem komið hafa á markað á undan­förnum árum eru afar dýr.

Sam­kvæmt um­sögninni er á­ætlaður kostnaður vegna leyfis­skyldra lyfja 14.669 milljarðar króna en fjár­veitingar, að teknu til­liti til á­ætlaðra leið­réttinga og milli­færslna vegna þess að hætt var að S-merkja lyf um síðustu ára­mót, 12.520 milljarðar. Því stefnir í 2.007 milljarða fjár­vöntun á næsta ári.