Land­spítalinn hefur ákveðið að hætta að nota hr­að­greininga­próf, þar sem þau reynast síðri en PCR-prófin í við­kvæmri starf­semi eins og sjúkra­hús­starf­semi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans.


Þá segir að prófin hafi verið fram­kvæmd á til­greindum stöðum hjá starfs­mönnum með væg ein­kenni sem eiga að mæta til vinnu og treystu sér til.


„Að­gengi að PCR prófum er mjög gott fyrir starfs­menn spítalans alla daga ársins og ekki þykir á­stæða til að nota jafn­framt próf sem eru síðri, hafa skilað falskt já­kvæðum og falskt nei­kvæðum niður­stöðum og eru auk þess vanda­söm í túlkun,“ segir í til­kynningunni.


Þá leitar far­sóttar­nefnd allra leiða til að vernda starf­semina fyrir því að smit berist inn og var niður­staða nefndarinnar eftir um það bil sex vikna reynslu­tíma a hætta að nota hrað­prófin að svo stöddu.


Starfs­menn geti nú sjálfir bókað PCR sýna­töku í Heilsu­vera og fengið hana fram­kvæmda á Co­vid göngu­deild í Birki­borg auk annarra starfs­stöðva .

Hraðpróf áreiðanlegri en sjálfspróf

Ragn­heiður Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu Höfuð­borgar­svæðisins, segir sjálfs­próf til að prófa Co­vid-19 ekki eins á­reiðan­leg og hrað­próf. Hún segist ekki hafa orðið vör við minni að­sókn í sýna­töku hjá heilsu­gæslunni eftir að sjálfs­próf fóru í sölu hér á landi.


„Á­stæðan fyrir því að sjálfs­prófin eru ó­á­reiðan­legri en hrað­prófin er að í hrað­prófinu er sýnið tekið úr nef­kokinu en ekki nösinni eins og í sjálfs­prófunum,“ segir Ragn­heiður.


„Þegar tekið er sýni úr nef­koki er farið með pinnan um tíu senti­metra inn í nefið en annars bara svona tvo og hálfan,“ út­skýrir Ragn­heiður.