Í dag var annar sjúklingur lagður inn á smitsjúkdómadeild vegna COVID-19. Þá eru 301 einstaklingar í eftirliti á COVID-göngudeildinni, þar af 25 börn.

Tíu sjúklingar eru í sérstöku eftirliti með tilliti til innlagnar og eru alls fimm starfsmenn eru í einangrun og 225 í vinnusóttkví.

Í tilkynningunni segir að spítalinn hafi verið að færast af óvissustigi yfir á hættustig undanfarna sólarhringa með daglegum fundum og hertum sóttvarnaraðgerðum innan spítalans.

Það hafi verið litið til þess að faraldurinn sé í veldisvexti á Íslandi og að verkefni COVID-göngudeildarinnar aukist daglega í samræmi við það.

Starfsfólk sé í sóttkví og mönnun er með minnsta móti vegna sumarleyfa.

Því hafi verið eðlilegt skref að uppfæra viðbúnaðarstig spítalans yfir á hættustig.