Gert er ráð fyrir að Land­spítalinn fái svig­rúm til að vinna upp halla­rekstur sinn á næstu þremur árum, en fyrir­hugaður er fundur með full­trúum Land­spítalans í næstu viku þar sem farið verður yfir þessi mál.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Stjórnar­ráðinu.

Í til­kynningunni er bent á að sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs verði að­halds­krafa á allar heil­brigðis­stofnanir landsins 0,5%. Hjá Land­spítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Heildar­fram­lög til reksturs spítalans árið 2021 verða 77,9 milljarðar króna sem er hækkun um 4,1 milljarð króna frá þessu ári.

„Fjallað var um drög að rekstrar­á­ætlun Land­spítala í fréttum RÚV um helgina. Af um­fjölluninni mátti ráða að Land­spítala verði gert að sæta 4,3 milljarða króna hag­ræðingar­kröfu í fjár­laga­frum­varpi næsta árs. Eins og að framan greinir er það ekki rétt þar sem að­halds­krafan er um 400 milljónir króna. Á móti fær spítalinn 1,3 milljarða króna til að mæta raun­vexti vegna fjölgunar lands­manna og hlut­falls­legrar fjölgunar aldraðra, auk við­bótar­fjár­magns til að mæta launa- og verð­lags­breytingum. Þá liggur jafn­framt fyrir að Land­spítala verða bætt aukin út­gjöld vegna CO­VID-19 far­aldursins,“ segir í til­kynningunni.

Rekstur Land­spítala hefur farið fram úr fjár­lögum síðustu ár og nam upp­safnaður halli í lok árs 2019 um 3,8 milljörðum króna.