Við­bragðs­stjórn og far­sótta­nefnd Land­spítalans á­kváðu á fundi sínum í dag að færa Land­spítala af hættu­stigi á ó­vissu­stig vegna kórónu­veirufar­aldursins. Þetta kemur fram í til­kynningu frá spítalanum.

Far­sótta­nefnd mun á­fram fylgjast náið með stöðunni og kalla við­bragðs­stjórn að borðinu ef þurfa þykir. Tæpar tvær vikur eru síðan spítalinn var færður af neyðar­stigi yfir á hættu­stig en nú er hann kominn á ó­vissu­stig sem fyrr segir.

Á­kvörðunin er tekin í ljósi betri stöðu á spítalanum og færri sam­fé­lags­smita. „Í ó­vissu­stigi felst að við­búnaður er vegna yfir­vofandi eða orðins at­burðar. Á ó­vissu­stigi vegna far­sóttar fylgist far­sótta­nefnd náið með þróun mála en fundir við­bragðs­stjórnar og far­sótta­nefndar falla niður nema þörf krefjist frekari sam­hæfingar,“ segir á vef Land­spítalans.

Níu ein­staklingar eru nú inni­liggjandi á Land­spítalanum með virka CO­VID-19 sýkingu. Þrír sjúk­lingar eru á gjör­gæslu og tveir í öndunar­vél. Þá eru 172 sjúk­lingar í eftir­liti CO­VID-19 göngu­deildar, þar af 23 börn.