Land­spítali var færður á hættu­stig í dag föstu­daginn 5. nóvember 2021, kl. 16:00. Þá kom við­bragðs­stjórn saman til fundar á­samt far­sótta­nefnd og tók á­kvarðanir sem varða breytta starf­semi. Þetta kemur fram á vef­síðu spítalans.

Þegar spítalinn er færður á hættu­stig er dregið úr val­kvæðri starf­semi (að­gerðum, inn­gripum, göngu­deildar­þjónustu). Með því móti losnar um eitt­hvað af starfs­fólki sem getur þá komið til liðs við CO­VID deildirnar. Einnig skapast svig­rúm á legu­deildum.

Mikill og vaxandi fjölda smita undan­farið mun skila tals­verðum fjölda inn­lagna á næstu vikum. Legu­tími óbólu­settra sjúk­linga og þeirra sem þurfa á gjör­gæslu­með­ferð að halda er nokkuð lengri en þeirra sem eru full­bólu­settir og því er erfitt að spá um hvernig flæði sjúk­linga verður en gott flæði er lykillinn að því að hafa vís legu­rými á hverjum degi.

Heim­sóknar­bann frá og með mið­nætti

  1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undan­förnum dögum og vikum telur far­sótta­nefnd ein­boðið að setja á heim­sóknar­bann frá og með mið­nætti. Eins og áður veita for­svars­menn deilda nauð­syn­legar undan­þágur.
  2. Leyfi sjúk­linga eru að­eins heimil ef þau eru nauð­syn­legur undir­búningur út­skriftar og/eða hluti endur­hæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að við­komandi hitti fáa.
  3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjar­fundir.
  4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla á­herslu á mikil­vægi per­sónu­bundinna sótt­varna, réttrar grímu­notkunar og að fara strax í sýna­töku ef ein­kenna verður vart. Þetta eru þau verk­færi sem við eigum, þekkjum og eru auð­veld í notkun. Á­fram er grímu­skylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla.
  5. Þá er starfs­fólk ein­dregið hvatt til að fara í örvunar­bólu­setningu. Gögn sýna að örvun bætir mót­efna­svarið veru­lega og það hjálpar við að takast á við delta af­brigði veirunnar.

Við­bragðs­stjórn og far­sótta­nefnd munu funda dag­lega næstu daga og gefa út til­kynningar að fundi loknum.