Lands­net býr sig nú undir af­taka­veðrið sem væntan­legt er á landinu öllu á morgun. Ríkis­út­varpið hefur eftir Steinunni Þor­steins­dóttur, upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, að fylgst hafi verið grannt með stöðu mála og veður­spánni.

Nú standi yfir fundur þar sem for­svars­menn Lands­nets muni fara yfir málin. „Við höfum verið að undir­búa okkur hvar mögu­lega við getum lent í vand­ræðum með raf­orku­kerfið.

Við munum fylgjast mjög vel með í dag og í morguns­árið tökum við á­kvörðun um það hvort við þurfum að færa til mann­skap, hvort við þurfum að færa til tæki og fleira í þeim dúr,“ segir Steinunn.

Líkt og lands­menn muna eftir varð hluti raf­orku­kerfisins fyrir miklu tjóni í ó­veðri sem gekk yfir norður­land í desember síðast­liðnum. Steinunn hvetur fólk til að fylgjast með gangi mála í appi Lands­nets. Þar má finna itl­kynningar um raf­magns­truflanir sem kunna að verða vegna ofsa­veðursins.